Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 158
156
Kristján Árnason
sem við er að búast, má setja þá almennu tilhneigingu fram sem eins
konar „yfirreglu“, sem lýsir tilhneigingunni án þess að gera grein íýrir
smáatriðum í því hvemig hún kemur fram í raunveruleikanum.
Hugtakið yfirregla er e.t.v. ekki sérlega skýrt, og ekki víst að allir
myndu vilja skrifa undir tilvist slíks íyrirbrigðis. Það er þó staðreynd
sem ekki verður á móti mælt að oft er eins og svipaðar málbreytingar
eða reglur komi fram á fleiri en einum stað í sama máli eða skyldum
málum, séu líkar en ekki eins. Svo er t.a.m. með lengd í norrænum
málum. Þar er eins og stefnt sé að því í norsku, sænsku, færeysku og
íslensku að gera öll áhersluatkvæði löng eða þung. Þetta gerist á dálítið
mismunandi hátt í málunum (t.a.m. lengir sænska ýmist sérhljóðið eins
og í veta ‘vita’ eða samhljóðið eins og í vecka ‘vika’), og enda þótt
lenging sé meginreglan, taka ekki allar norrænar mállýskur fullan þátt
í þessu. T.a.m. verður þessi lenging einungis að hluta til í dönsku, og
eins eru sænskar og norskar mállýskur sem ekki hafa lengt öll atkvæði
(sbr. Kristján Ámason 1980:60-94; Lass 1974 og 1976hefurfjallaðum
svipaða þróun í ensku). Ég hef gælt við hugmyndina um svona yfirreglu
í umfjöllun minni um lokhljóðun í síðari hluta atkvæðis í íslensku (sbr.
Kristján Ámason 1990).
Ef við hugsum okkur yfirreglu sem gerir ráð fýrir að það sé almenn
tilhneiging að frammælt, kringd sérhljóð afkringist, þá gæti hún litið
svona út:
(3) V -» [-kringt] / ______
[+framm.]
Þessi regla segir einfaldlega að frammælt, kringd hljóð hafi tilhneigingu
til að afkringjast.
Þegar málin eru sett fram á þennan hátt er sönnunarskyldunni í raun
snúið við, eins og Sveinn Bergsveinsson benti á. Það sem þarf að
útskýra er skortur á afkringingu í stutta kerfinu, frekar en afkringing
í langa kerfinu. Afkringingar eins og 0 > œ, y > i og ý > í eru því
eðlilegar, en útskýra þarf hvers vegna ekki verður afkringing í dæmum
eins og hrörna og spurja (f. spyrja).