Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 159
Um örlög 0 í íslensku 157
5.2 Hræringar í stutta kerfinu og frammæling uppmœltra, kringdra
hljóöa
Hvað var það þá sem hindraði afkringinguna þar sem hún varð ekki?
Eins og margsinnis hefur verið sagt er það í stutta kerfinu sem ekki
verður afkringing, og þá liggur beint við að spyrja hver sé munurinn
a aðstæðunum þar og í því langa. Þetta er raunar það sem Hreinn
Eenediktsson gerði þegar hann setti upp þáttagreiningu sína, ólíka fyrir
langa og stutta kerfið, og það er erfitt að komast hjá því að álykta sem
s vo að ólíkar aðstæður í kerfunum hafi valdið mismunandi þróun í hvoru
fyrir sig. Auk þess að afkringing var þar óreglulegri en í langa kerfinu
Var það sérstakt fyrir stutta kerfið að sérhljóð sem áður voru nálæg
fjarlægðust, þannig að það sem áður er talið hafa verið [i]-hljóð varð
að [i]-hljóði, [u] varð að [u]-hljóði (sem seinna varð [y]), [e] varð [e] og
t°] varð [o]. Þetta sérhljóðasig telur Hreinn Benediktsson (1965:72-3)
að hafi farið af stað þegar á 12. eða 13. öld. Á sama tíma er gjama gert ráð
fyrir að „spenna“ (tenseness) hafi aukist í langa sérhljóðakerfinu og að
Sömlu, löngu hljóðin hafi tekið að tvíhljóðast eða spennast f átt til þess
Sem varð síðar. En auk lækkunar nálægra og hálfnálægra hljóða átti sér
stað, þegar fram liðu stundir, frammæling gamalla, uppmæltra hljóða,
ekki bara á gömlu q, heldur líka á gömlu, stuttu u. Þessi frammæling
gamalla, kringdra hljóða tengist afkringingunni óhjákvæmilega, því
hin nýju, frammæltu hljóð hljóta að hafa nálgast gömlu, frammæltu,
kringdu hljóðin, og raunar féllu þau saman við þau þeirra sem ekki
afknngdust; frammælt q féll saman við þau Q sem ekki afkringdust, og
frarnmælt u féll saman við þau y sem ekki afkringdust.
Ef við tengjum frammælingu gömlu, stuttu, uppmæltu hljóðanna
Vlð skort á afkringingu gamalla, frammæltra hljóða vaknar að sjálf-
s°gðu spumingin um orsakir frammælingarinnar og eðli. Og úr því að
samband hinna ólíku breytinga berst í tal er líka eðlilegt að huga að
örnasetningum þeirra, bæði í rauntíma og afstæðum tíma.
Hreinn Benediktsson (1959) telur samfall Qog q gerast skömmu eftir
1200, en Sveinn Bergsveinsson (1955) reyndi að sýna fram á að það
hefði ekki gerst fyrr en um 1300. Hann heldur því fram að stafsetning
AM 645 4to (um 1270) sýni að ritari hafi greint á milli 0 og q, en