Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 160
158
✓
Kristján Arnason
að sá ruglingur sem kemur fram í þessu handriti í stafsetningu hins
upphaflega, uppmælta g hafi stafað af því að það hafi verið tekið að
frammælast (op.cit.:30). Þótt ýmislegt megi e.t.v. finna að röksemda-
færslu Sveins, telur Stefán Karlsson (1981:281) ástæðu til að ætla að
samfall 0 og p hafi ekki náð til alls landsins á fáeinum áratugum, eins
og Hreinn virðist gera ráð íyrir, og hann segir að nokkrir ritarar greini
á milli 0 og q fram á síðari helming 14. aldar. Þetta telur hann að bendi
til þess að 0 hafi einhvers staðar haldist frammælt og q uppmælt fram
til þessa tíma. Hann tínir einnig til ýmislegt sem hann telur að bendi til
þess að samfall 0 og q (eða frammæling q) hafi gerst seinna en venja
er að gera ráð fýrir.
Meðal þess sem Stefán tínir til af þessu tæi er að af myndum sem
í fomu máli höfðu 0 fyrir framan /ng/ em tvímyndir í yngra máli ís-
lensku:þröngva [þröyijgva] ogþrengja [þreijija], slöngva [stlöyij gva]
og slengja [stleijija]. Stefán stingur upp á því að afbrigðið þrengja megi
leiða af mállýskumyndinni þreyngja, sem hafði frammælt, kringt sér-
hljóð, myndað við tvíhljóðun á 0 á undan ng. Hann stingur sem sé upp
á því að tvíhljóðun á undan /ng/ hafi getað átt sér stað í mállýsku sem
varðveitti frammælt 0, aðgreint frá q.
Fyrstu ummerki um tvíhljóðunina á undan /ng/ em í handritum frá
14. öld, þar sem fram kemur t.a.m. rithátturinn eingi fyrir engi. Ef
þrengja kemur frá þreyngja með kringdu tvíhljóði sem leitt er af 0,
hlýtur það að þýða að til hafi verið mállýskur þar sem tvíhljóðun átti
sér stað fyrir sammna ö-hljóðanna, og ef tvíhljóðun hófst á 14. öld,
þá hljóta ö-hljóðin að hafa verið aðgreind fram á 14. öld í einhverjum
mállýskum a.m.k. Þetta er meðal annars röksemd Stefáns fyrir því að
0 hafi haldist frammælt lengur en Hreinn gerir ráð fyrir, miðað við
samfall 0 og p um 1200.
En til em aðrar leiðir til að útskýra þrengja sem nútíma samsvörun
foms þrQngja. Ein leiðin er að gera ráð fyrir því að [si] í þrengja og
slengja svari til afkringds 0 sem tvíhljóðaðist í [ei]. Bjöm K. Þórólfsson
stakk upp á annarri skýringu, sem sé að þrengja væri myndað afþröngur
[þröyij gyr] með áhrifsbreytingu frá t.a.m. haugur [höyyyr] — heygja
(sbr. Bjöm K. Þórólfsson 1925:XII, Bandle 1956:79-80). (Þessi skýring