Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 161
Um örlög 0 í íslensku
159
royndi þó ekki gera eins góða grein fyrir myndinni slengja, sem ekki
hefur neitt samsvarandi lýsingarorð.)
Almennt séð þarf samfall 0 og q ekki að hafa falist í því að 0 breyttist
að hljóðgildi og uppmæltist, heldur er alveg eins líklegt að það hafi
verið q sem breytti hljóðgildi sínu og frammæltist. Þriðji kosturinn er
að hljóðgildi beggja hafi breyst og þau nálgast hvort annað. Við vitum
1 rauninni ekki nákvæmlega hvert var hljóðgildi samfallshljóðsins ö
fyrst eftir samfallið.
Stefán Karlsson (1981:281, neðan máls) telur að samfallshljóðið
hafi verið uppmælt. Ástæðan til þess að hann telur svo vera er að ef
sérhljóðið í orðum eins og spöng hefði verið frammælt, þá hefði mátt
búast við því að útkoman úr tvíhljóðuninni á undan ng hefði verið
tóyj-hljóð, sem líklegt er að hefði verið stafsett í sumum handritum
sem íey' og síðar afkringst. En þetta var ekki raunin, því einu dæmin
uni afkringdar samsvaranir ö-hljóða em í orðum sem upphaflega höfðu
þ.e. orðum eins og þrengja o.s.frv. Tvíhljóðun í orðum eins og
sPöng leiddi hins vegar til kringds hljóðs, [öy], sem er sama hljóðið
°g samsvarar fomu au. (Hér er það, eins og í dæmi p og u, spuming
unt tímaafstöðu frammælingar og afkringingar, í þessu tilviki á gamla
tvfliljóðinu ey, en það féll í einstaka tilvikum saman við au, í dæmum
e'ns og Rauðará og Baula.)
Það má e.t.v. segja að sú staðreynd að ö í spöng skyldi ekki falla
Saman við ey (sem gera má ráð fyrir að hafi verið frammælt, kringt
hljóð: [0y]) við tvíhljóðunina bendi frekar til þess að ö hafi ekki verið
fyllilega frammælt þegar hún átti sér stað, og e.t.v. má taka það sem
vísbendingu um að samfallshljóðið hafi verið tiltölulega uppmælt. Þetta
er þó ekki óyggjandi röksemdafærsla. Að sjálfsögðu verður að gæta
hófs í því að gera ráð fyrir miklum fjölda hljóðafbrigða sem ekki em
heinar heimildir um, en það er samt ekkert óhugsandi að til hafi verið
tvenns konar frammælt, kringd tvíhljóð, þar sem annað afkringdist en
hitt ekki og féll þá saman við gamla /au/-ið. Það er t.a.m. vel hægt að
f*ugsa sér að annað, þ.e. upphaflega ey-fónemið, hafi verið nálægara en
hitt, og það hafi afkringst: 0y > ei, en hitt verið fjarlægara eða miðlægara
°g ekki afkringst: [œy] > [öy]. Eins er vel hugsanlegt að tvíhljóðunin