Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 162
160
Kristján Arnason
í spöng sé það seint á ferðinni, að gamalt ey haíi þegar verið tekið að
afkringjast, eða a.m.k. tekið að hljóma öðru vísi en eðlilegt tvíhljóð
sem ö gæfi af sér á undan /ng/. Þótt elstu merki um tvíhljóðunina séu
býsna gömul, er ekkert lfldegra en að það hafi tekið langan tíma fyrir
hana að ganga yfir, enda hefur hún ekki enn að fullu lagt undir sig allt
íslenska málsvæðið.
Það er því ekki hægt að segja að það hafi verið sannað að samruna-
hljóð 0 og q hafi verið uppmælt, og það má raunar tína til röksemdir
sem benda til hins gagnstæða, sem sé að samfallshljóðið hafi verið
a.m.k. tiltölulega frammælt. Það mætti t.a.m. benda á að ef það er rétt
að samfallshljóðið hafi verið uppmælt, þá hefur átt sér stað allmikil
tilfærsla á gömlu 0 fram og aftur í kerfinu, þ.e. fyrst hefur það orð-
ið uppmælt, en síðan aftur frammælt. Annað sem mælir gegn því að
gamalt p hafi haldist uppmælt lengi, en 0 uppmælst, er að ef svo hefði
verið hefði getað skapast hætta á því að q félli saman við gamla o-ið í
orðum eins og koma, en þess eru mjög fá dæmi. Ég þekki einungis eitt
dæmi úr íslensku, í orðinu voldugur (< vgldugr, sbr. vald), en einnig
má nefha norska staðamafnið Voss, sem hét í fomu máli Vgrs. Hér
skiptir máli tímaseming lækkunar á o. Eins og ffam kemur að ofan
er gert ráð fyrir að gamalt o hafi tekið að lækka þegar á 13. öld, því
eins og Hreinn Benediktsson greinir frá (1962), bendir breytingin á
stafsemingu áherslulausa sérhljóðsins [u], sem átti sér stað á 13. öld,
til þess að gamla, stutta «-ið, og þar með nágranni þess o, hafi verið
tekið að fjarlægjast á þessum tíma. Að minnsta kosti verður að gera ráð
fyrir að þessi lækkun hafi átt sér stað vel á undan hljóðdvalarbreyting-
unni.
Það er augljóst að erfitt verður að sanna nokkuð hér svo ótvírætt
sé, og vangaveltur eins og þær sem hér em við hafðar em lxtið annað
en getgámr. Það virðist þó allt eins góður kostur að gera ráð fyrir þvi
að samfallshljóðið, hið nýja ö, hafi verið frammælt eða a.m.k. ekki
uppmælt, og þá kannski miðmælt, þegar á 14. öld og að samfallið hafi
verið fólgið fyrst og fremst í því að p varð ffammæltara. Hins vegar er
næsmm því óhjákvæmilegt að gera ráð fýrir því að við þetta samfafi
hafi átt sér stað einhvers konar breyting á séreinkennum 0-sins, þannig