Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 163
Um örlög 0 í íslensku
161
a& afkringingartilhneigingin sem lýst er með yfirreglunni að ofan hafi
°rðið íyrir einhverri truflun.
Ef bomar em saman tilhneigingamar í gamla langa og stutta kerfinu
fyrir hljóðdvalarbreytingu má segja að þær steíhi í ólíkar áttir. Tvíhljóð-
Un gömlu, löngu hljóðanna stefhdi í þá átt að gera hljóðin nálægari og
ef svo má segja spenntari í framburði, en breytingamar í stuttu sér-
hljóðunum stefndu frekar í átt til slakari framburðar, minni spennu og
Þ^r með minni nálægðar, uppmælingar og frammælingar, með öðmm
°rðum, nær miðju sérhljóðasviðsins. Hægt er að hugsa sér að þessi
■ftiðsækni stutta kerfisins hafi haft hér áhrif, þannig að p-ið hafi leitað
n®r miðjunni, og 0 hafi e.t.v. lika hneigst til að sækja í átt að miðju.
% myndi þó ekki vilja ganga svo langt að telja að gamalt 0 hafi orðið
eitthvað sem mætti kalla [-frammælt]. En raunar myndi það nægja til
kss að undanþiggja 0 afkringingarreglunni.
Hugsanleg áhriffrá eftirfarandi lil
við höfum séð að kenning Sveins Bergsveinssonar um að skort á
afkringingu mætti skýra með áhrifum frá eftirfarandi kringdu sérhljóði
&ekk kannski ekki sérlega vel upp, þótt segja megi að hún sé rökrétt
^iiðað við það að afkringing sé eðlileg, en hitt sé óeðlilegt að hún verði
ekki. En þar sem ég hef þegar bent á þætti sem líklegt er að hafi haft
trnflandi áhrif á afkringinguna, má eins snúa dæminu við og hugsa sér
að vissar aðstæður hafi verið afkringingunni hagstæðar. Það er að vísu
hreinlegra að gera ráð fyrir því, miðað við yfirregluna, að afkringingin
^e sjálfsprottin ef svo má segja (spontan), þannig að (syntagmatísk)
frá umhverfinu ættu ekki að koma til í því sambandi. En það er
1 raun ekkert athugavert við að gera ráð fyrir að umhverfið hafi haft
eitthvað að segja og hafi getað orkað hvetjandi, tilhneigingin hafi, ef
Sv° má segja, styrkst við áhrif frá eftirfarandi frammæltum, ókringdum
hljóðum.
Eetta virðist raunar fá nokkum stuðning af heimildum. Við höfúm
Seð að t.a.m. neitunarforskeytið ör hefur í nútímamáli bæði kringd og
ókringd afbrigði. í nútímamáli em til kringdar myndir eins og örœfi,
0ruSgur, örkuml og ókringdar myndir eins og erindi, erlendur, og það