Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 164
162
Kristján Árnason
er hálíþartmn eins og umhverfið ráði þama einhverju. í erindi, erlendur
er sérhljóðið sem á eftir fer í báðum tilvikum frammælt og ókringt, en í
dæmum eins og öruggur, örlög og örkuml er það kringt hljóð. Myndir
eins og örendi og örlendur og atviksorðið 0rlendis þekkjast í fornum
textum (sbr. seðlasafh Orðabókar Ámastofnunar í Kaupmannahöfh),
en em mikið til óþekktar í nútímamáli. Samsvarandi myndir em ekki
til í safni Orðabókar Háskólans utan hvað örlendur kemur einu sinni
fyrir sem lýsingarorð hjá Bjama Thorarensen og örlendingur kemur
(líka einu sinni) fyrir í Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar. Þróun
orðsins eðli virðist líka benda í sömu átt. í fomum textum koma fyrir
kringdar og ókringdar myndir: 0ðli eða eðli. í ritmálssafni Orðabókar
Háskólans er eðli í elstu heimildum, en öðli kemur ekki fyrir fyrr en á
19. öld, og þá helst í sambandinu/ra alda öðli. (Raunar er eitt dæmi 1
Nýjum félagsritum um almennu merkinguna ‘eðli’.) í þessu orði hefúr
sem sé afkringda myndin sigrað.2
Orðið öxi/exi er fróðlegt í þessu sambandi. Eins og sést hefur það
tvímyndir í nútímamáli, og þegar í fomu máli er ýmislegt til um rithátt
þess: Jan de Vries (1962) telur að rekja megi þetta orð til germanskrar
rótar sem hann endurgerir *akusiö. Þetta ætti samkvæmt því að hafa
verið iö-stofh með endingamar -0, -/, -ar í eintölu, og samkvæmt
flokkuninni sem áður var rætt um á gerðum hljóðvarpa hefði hér átt
að verða samvirkt hljóðvarp með 0 í öllum fallmyndum, þannig að
„hljóðrétt“ beygingardæmi hefði átt að vera:
(4) 0x, 0xi, 0xi, 0xar
0xar, 0xar, 0xum, 0xa
í nútímamáli em bæði til myndimar öxi og exi, og það er langlíklegast að
þessar tvímyndir megi rekja til mismunandi hljóðmynda í beygingunm-
Lausleg athugun mín á rithætti í dæmum Orðabókar Ámastofhunar i
Kaupmannahöfh bendir til þess að í heimildum fyrir siðaskipti séu
2 Raunar má segja að orðið 0ðli/eðli hafi klofnað í tvennt, annars vegar þá mynd sem
lifir í almennu merkingunni, og hins vegar þá sem lifir í þessu sérstaka orðasambandi-
í sögninni öðlast hefur kringda afbrigði þessarar rótar hins vegar varðveist. Orðabók
Háskólans hefur dæmi um sögnina eðla (sig) frá síðari hluta 18. aldar til fyrri hluta 19-
aldar.