Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 165
Um örlög 0 í íslensku
163
ókringdar myndir algengari þegar á eítir fer -i en þegar önnur hljóð
á eftir, meiri hluti þeirra dæma þar sem notað er tákn sem bendir
lll afkringingar hefur endinguna -i. Þegar u er í endingunni virðist
afkringingin ekki hafa átt sér stað, því beygingarmyndin *exum virðist
ekki koma fyrir. Þegar a fer á eftir virðist hins vegar gæta breytileika,
ÞVl myndimar exar og öxar koma báðar fyrir.3
Það er þó langt frá því að hægt sé að rekja alla afkringingu á gömlu
0 til áhrifa ffá eftirfarandi hljóðum, eða segja að 0 afkringist alltaf
Vlð þessar aðstæður, því til eru myndir eins og gera (< göra), þar
Seni afkringing á sér stað án þess að á eftir fari frammælt, ókringt
hljóð, og í orðum eins og örendur, örnefni og Örfirisey (sem er nú
hið opinbera nafh eyjarinnar) helst kringing á undan frammæltum,
°kringdum sérhljóðum. í þessum þremur síðastnefhdu dæmum er þess
þó að geta að um er að ræða tiltölulega gagnsæjar samsetningar, þar
Sem bæði ör- og -endur, -nefni og -firi mega teljast afbrigði sérstakra
myndana. Lfldegt verður að telja, að svo miklu leyti sem forskeytið
°Ner- lifir sem sérstakt myndan í nútímamálinu, að það hafi formið
ðr~- Það er hins vegar lfldegt að erindi sé fullkomlega ógagnsætt, bæði
að formi og innihaldi og laust úr tengslum við neitunarforskeytið 0r-
°g stofninn -endi, sem leiddur er af rótinni -and- (eins og í anda).
Niðurstaðan er því sú að ýmislegt bendi til þess að hljóðgildi sér-
hljóðsins á eftir (og þá e.t.v. líka v í myndum eins og höggva sem í
1-Ornu máli hefur sennilega verið [w] að hljóðgildi), hafi getað haft áhrif
a Það hvort gamalt /0/ afkringdist og hallaði sér að /e/ eða hélst kringt
°§ hallaði sér að /ö/, enda þótt erfitt virðist að setja upp fastar reglur
11111 þetta.
ÓÁhrif beygingarmynstursins
Það má segja að það sé nokkuð sterkt, málgerðarlegt (týpólógískt)
emkenni á íslensku að hún hefur varðveitt hljóðvörp og hljóðskipti í
ðeygingu, jafht í fallbeygingu, stigbreytingu sem sagnbeygingu. Einar
^angen (1970:133) benti á að íslenskan hefur, ef svo má segja, valið
3 Eignarfallsmyndina axar má að öllum líkindum telja áhrifsbreytingu (áhrifsút-
'*kun) eftir formúlunni höfn - hafnar, öx - X.