Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 166
164
Kristján Árnason
sér þann kost að vera beygingamál og að innlima hljóðvörpin inn í
beygingarkerfið. Hann bendir enn fremur á að samrunar í sérhljóða-
kerfinu hafi ekki raskað hljóðbeygingarlegum víxlum, og jafnvel megi
segja að þær breytingar sem áttu sér stað hafi ýkt muninn sem var á
þeim hljóðum sem þátt taka í hljóðskiptunum. Hann segir: „q from a
became ö, 0 from o became e, Q from ó became œ; œ from á became ai',
y from u and ý from ú became i and í, respectively“ (loc.cit.). Það er því
fróðlegt að athuga hvemig beygingarkerfið kemur inn í þessa þróun.
Við munum að Noreen (1970 (1923)) talaði um að ‘lokað’ 0 skiptist
á við e, án þess að hann gæfi skýringu á því nákvæmlega hvers eðlis
þau hljóðskipti væm. Vera má að hann hafi hugsað sér að þau lögmál
sem því réðu hafi verið að einhverju leyti beygingarleg. Og svo hlýtur
í rauninni að vera því þær myndir sem hafa reglulegasta afkringingu a
gömlu 0 í nútímamáli nota þetta e til þess að greina beygingarmyndir frá
öðrum myndum með kringdum hljóðum: koma/kemur (< koma/k0mr),
sofa/sefur (< sofa/sófr). Það er ómögulegt að horfa framhjá líkindum
þessara skipta við önnur hljóðskipti, og þetta fellur, ef svo má segja,
beint inn í mynstur sterku sagnanna: taka/tekur, fara/fer, fijúga/flýgu''’
bjóðalbýður, auka/eykur. e-ið í sefur gegnir hlutverki „/-hljóðvarps
hljóðs“ í nútíð eintölu, og eins og Haugen bendir á verða hljóðavíxlm
. /
í sögnunum koma og sofa greinilegri við afkringinguna. Hér má þvi
hugsa sér að hljóðbeygingarleg áhrif hafi valdið því að afkringing varð
regluleg í sögnunum koma og sofa.
Hér em þó einhverjar flækjur og ekki allt sem einfaldast. Annar
hópur sagna sem hefur svipað mynstur í stöðluðu nútímamáli em sterku
sagnimar: höggva, hrökkva, sökkva, stökkva og slökkva. Þær hafa nu
allar e-myndir í nt. et.: heggur, hrekkur, sekkur, stekkur og slekkur. Her
em því í nútímamálinu hljóðavíxl sem frá samtímalegu sjónarmiði eru
sama eðlis og þau víxl sem byggja á gömlum hljóðskiptum, t.a.m. 1
beygingu sterkra sagna. Sams konar víxl koma fram í stigbreytingu i
lýsingarorðum eins og dökkur, glöggur, snöggur og þröngur: dekkri,
gleggri, sneggri og þrengri. Þessi víxl minna að sjálfsögðu á skiph
milli ö og e í n-stofna orðum eins og köttur, völlur, mörður, sem hafa
e í þgf. et. og nf. og þf. flt.: ketti, kettir o.s.frv. Þótt uppruninn sé ekki