Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 167
Um örlög 0 í íslensku
165
sá sami, eru líkindin við víxlin í M-stoftium sláandi. (f sögnunum og
lýsingarorðunum samsvarar e alls staðar fomu 0, en í M-stofnunum er
e runnið frá a með /-hljóðvarpi.)
I fljótu bragði gæti virst svo sem þama væri sami hlutur á ferð-
®ni, þ-e. að afkringingin hafi á sínum tíma átt sér stað í myndum sem
samsvara hljóðvarpsmyndum annarra orða, t.a.m. sagna eins og taka -
tekur,fljúga - flýgur og lýsingarorða eins og djúpur - dýpri, grannur-
8rennri, ungur-yngri. En það er munur á sögnunum höggva, hrökkva,
sökkva o.s.frv. og lýsingarorðunum dökkur, glöggur, snöggur og þröng-
Ur annars vegar og sögnunum koma og sofa hins vegar. í fyrsta lagi
höfðu sagnimar hr0kkva, s0kkva, st0kkva og sl0kkva 0 í allri nútíðinni í
f°mu máli, og engin hljóðskipti framan af, þ.e. þær beygðust: hr0kkva
" kipkkr, s0kkva - s0kkr o.s.frv. (höggva hafði raunar hljóðrétt fyrir
sanrruna ö-anna: hgggva - h0ggr). Koma og sofa höfðu hins vegar
frá öndverðu hljóðskipti milli frammælts og uppmælts hljóðs: koma -
k0mr, sofa - s0fr. í öðm lagi er mikill tímamunur á því hvenær afkring-
mgin átti sér stað í hvomm orðahópnum fyrir sig. Sagnimar sofa og
koma hafa e-myndir við hlið 0-mynda í fomum ritum, jafnvel í allra
elstu handritum, en e kemur ekki fram í sögnum eins og höggva fyrr
en á 19. öld, ef marka má seðlasöfn orðabóka.
I seðlasafni Orðabókar Ámastofnunar í Kaupmannahöfh em kringd-
ar myndir einhafðar í sögnunum höggva, hrökkva, sökkva, stökkva og
■dökkva. Sé litið á seðlasafh Orðabókar Háskóla íslands kemur svipað
1 Ijós. þar em kringdar myndir eins og höggur, sökkur, dökkri, þröngri
°-s-frv. einráðar allt fram á 19. öld. Sömu sögu er að segja um lýsingar-
°rðin dökkur, glöggur, snöggur og þröngur. Miðstigsmyndimar dekkri,
kteggri, sneggri og þrengri koma ekki fram í seðlasafhi Orðabókar Há-
skólans fyrr en á 19. öld. (Hins vegar gegnir öðm máli um atviksorðið
°farla, sem hefur afkringdar myndir í miðstigi í eldri textum: efri við
hlið 0fri.)
Afkringdu myndimar sem fram koma á 19. öld í orðteknum textum
V,fðast þó hafa breiðst út mjög hratt í nútímamálinu, því Bjöm M. Ólsen
0882:267) segir: ,,[D]as Prás. Ind. von stökkva und sökkva [lautet] jetzt
lrnrner 1. pers. stekk, sekk, 2. und 3. Pers. insgemein stekkur, sekkur,