Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 168
166
Kristján Árnason
wahrend die friiher besprochenen Fonnen stökkur, sökkur nur in einigen
Gegenden gebráuchlich sind.“
6. Tilraun til mats: samkeppnin um örlög /0/ og /y/
6.1 Samkeppni málbreytinga
Nú í lokin skal reynt að draga saman einhverjar niðurstöður af þeim
athugunum sem við hafa verið hafðar hér að ofan. Það virðist svo sem
allmargir, ólíkir þættir hafi spilað saman og haft áhrif á örlög gamals
Hvað sem öðm líður var það þó algengast að það félli saman við gamalt
q. En afkringingin er líka býsna algeng. Þetta má að hluta til skýra með
því að Q hafi orðið fyrir tvenns konar hljóðlegri eða hljóðkerfislegri
tmflun, ef svo má segja. Annars vegar hafði það tilhneigingu til þess
að afkringjast, og sú tihneiging hefur byrjað býsna snemma, og e.t.v.
hefur umhverfið haft þar einhver áhrif, t.a.m. þannig að eftirfarandi
frammælt, ókringd hljóð hafi flýtt fyrir afkringingunni. Hins vegar var
„sótt“ að 0-inu úr annarri átt, sem sé þegar q tók að frammælast, og
stutt sérhljóð tóku almennt að nálgast miðju sérhljóðasviðsins. Við það
varð til annar kostur fyrir hið „veiklundaða" 0 að halla sér að, sem se
hið nýja /ö/.
Við getum sem sé gert ráð fyrir að afkringingar-yfirreglan hafi haft
áhrif í stutta kerfinu eins og því langa og að hún hafi e.t.v. fengið
hjálp frá eftirfarandi frammæltu, ókringdu hljóði. Þegar ekki verður
afkringing, hljóta böndin hins vegar að berast að þróun lykkju ö-sins>
sem féll saman við þau tilvik gegnumstrikaðs 0 sem ekki afkringdust.
Það má því segja sem svo að tvær tilhneigingar hafi keppt um örlög
gamla 0-sins, annars vegar afkringingin og hins vegar frammæling Q °S
hugsanleg miðsækni 0, og þá má líta svo á sem þessar tvær nýjungar hafi
skipt á milli sín leifum þess síðamefnda. Frá hljóðkerfislegu sjónarmið1
má því gera ráð fyrir 0 hafi klofnað og í rauninni verið afnumið sem
sérstakt fónem og samsamað sig eftir aðstæðum sitt á hvað e eða 0
(gömlu q). Það sem hér gerist er með öðmm orðum að fónem hverfuf
og þau hljóð (eða allófónar) sem áður samsvömðu því halla sér að
öðmm fónemum, líkt og heimili sé leyst upp og rnunaðarleysingjunum
komið fyrir hjá nágrönnunum.