Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 169
Um örlög 0 í íslensku
167
Frammæling gamals, uppmælts, kringds hljóðs átti sér líka stað í
nálægu hljóðunum, og það má á sama hátt gera ráð fyrir að þar hafi
frammæling og afkringing keppt um örlög gamla, stutta /y/-sins og
Ieitt af sér tvímyndir eins og kyrr - kjurr, kyssa - kjussa. Það er þá
sameiginlegt frammæltu, kringdu hljóðunum að þau voru veik fyrir í
kerfinu, þar sem frammælt, kringd sérhljóð eru tiltölulega óeðlileg og
viðbúið að þau veðrist og veiklist á einhvem hátt.
Það er svo önnur saga hvemig stendur á þeirri þrákelkni stutta kerf-
lsins að viðhalda frammæltum, kringdum hljóðum, eins og kemur ffam
1 þróun hljóðanna u og p, sem í nútímamáli flokkast venjulega sem
frammælt (þótt t.a.m. mælingar Magnúsar Péturssonar bendi raunar
ekki til þess að þau séu neitt tiltakanlega frammælt, sbr. m.a. Magnús
Pétursson 1976:50).4 Eins og reynt var að lýsa hér að ofan má e.t.v.
tengja upphaf slíkrar þróunar við miðsækni í stutta sérhljóðakerfinu,
Sem rekja má til einhvers konar slökunar í framburði stuttra sérhljóða
fyrir hljóðdvalarbreytingu. Ef /y/ og /ö/ teljast hins vegar fyllilega
frammælt í nútímamáli verður að rekja það til annarra þátta.
fregar þetta er sett svona upp er eðlilegt að orða það sem svo að á
Sveimi hafi verið tvær til þijár framburðamýjungar eða tilhneigingar,
ein sem afkringdi <t>, önnur sem frammælti q og e.t.v. sú þriðja sem hafði
Þau áhrif að gömul frammælt, kringd, stutt hljóð leituðu nær miðjunni
(hinar tvær síðameftidu em kannski hlutar af sömu tihneigingu). Þessar
nýjungar kepptu þá um örlög Q, afkringingin með því að fella það saman
Vlð e, og hinar með því að fella það saman við q.
ð-2 Samkeppni mállýskna
Vlð aðstæður sem þessar er ekkert eðlilegra en til hafi verið mállýskur
með ólíkum valkostum í þessu sambandi. Við getum vel hugsað okkur
að nýjungamar frammæling (eða miðmæling) og afkringing hafi átt
, I formendamælingum Ástu Svavarsdóttur o.fl. (1982:76) kemur fram að munurinn
a fyrsta formanda (Fl) og öðrum formanda (F2), sem samkvæmt Ladefoged (1982:180)
Samsvarar því sem í hefðbundinni hljóðfræði er nefnt frammælingarstig, er minni í u
°8 ð en í i 0g e, og ætti það þá að benda til minni frammælingar í fyrmefndu
hljóði
krin
unum. En þennan mismun á bilinu milli formendanna mætti eins rekja til áhrifa
grogarinnar, sem fyrst og fremst lækkar annan formanda.