Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 170
168
Kristján Árnason
rætur á ólíkum svæðum, og að þær hafi keppt um örlög gamla 0-sins,
þegar þær mættust á miðri leið ef svo má segja. Líta má á þann rugling
sem við höfum séð að ríkir um afkringingu á gamla 0-inu sem merkt
um þessa samkeppni sem átti sér stað. Niðurstaðan hali þá orðið sú að
það staðalmál sem á endanum náði yfirhöndinni um allt land varð að
einhverju leyti blendingur.
Það hvemig frammælingin og afkringingin bitust í smáatriðum um
örlög /0/-sins eða hvemig hverju orði eða orðmynd reiddi af í þvl
stríði er í rauninni ekki sérlega spennandi athugunarefni né líklegt til
merkilegra uppgötvana, og í raun „spáir kenningin“ því að það hafi
verið að talsverðu leyti tilviljun undirorpið hvomm megin hryggja1’
tiltekin dæmi um gamalt /0/ lentu.
Þó hefur hér verið bent á tilhneigingar, t.a.m. að svo virtist sem gamla
/0/ hefði frekar tilhneigingu til þess að halla sér að e þegar i fór á eftir
(sem minnir að nokkm á sérhljóðasamræmi). Eins virðist svo sem skiph
milli kringdra og afkringdra mynda hafi myndað hljóðbeygingarvensh
og afkringdar myndir komi gjama fram í tilteknum beygingarmyndum-
En það er athyglisvert að þetta gerist missnemma í ólíkum orð-
um og beygingardæmum. Hljóðskiptin o - e virðast hafa komist irm
í rithefðina tiltölulega snemma (jafnvel á 12. eða 13. öld) í sögnun-
um koma og sofa og stigbreytingu eins og efri og efstr (sbr. Noreen
1970:107,333). En það er hins vegar ekki fyrr en á 19. öld að sagnimar
höggva, sökkva, stökkva o.s.frv. fá í riti nútíðarmyndimar heggur, sekk-
ur, stekkur o.s.frv, og á prent komast miðstigs og efsta stigs myndir eins
og: sneggri, sneggstur, gleggri, gleggstur; þrengri, þrengstur o.s.frv-’
af lýsingarorðunum snöggur, glöggur, þröngur. Það er athyglisvert að
elstu dæmi Orðabókar Háskólans um t'-myndir í þessum sögnum eru ur
þjóðsagnasafhi Jóns Ámasonar (sem fyrst var prentað í Leipzig 1862"
64). Eldri prentaðar heimildir virðast einungis hafa kringdar myndu'-
stökkur, dökkri (dökkvari). Hér mætti stinga upp á því að um sé að
ræða gamlan mállýskumun. Myndir með e hafi alla tíð verið til sem
mállýskumyndir, en rithefðin hafi valið hina gerðina, og þess vegna
komi þetta fyrst á prent í þjóðsögunum.