Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 175
MAGNÚS SNÆDAL
Hve langt má orðið vera?
0- Inngangur
í erindi sem ég flutti á ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins, 8. nóv.
1986, varpaði ég fram þeirri spumingu hvers vegna menntamálaráðu-
neyti er vel nothæft orð en kransœðarhjáveitugrœðlingur á mörkunum
(Magnús Snædal 1987:14). Hér er ætlunin að víkja eilítið nánar að
þessu vandamáli og reyna að svara á einhvem hátt spumingunni sem
er heiti greinarinnar.1
Það er auðvitað ljóst að hægt er að raða saman orðum og orðstofhum
nánast í það óendanlega og búa til samsetningar á borð við hæsta-
rettarmálaflutningsmannsvinnukonuútidyralyklakippuhringur og fleiri
Vlðlíka. Það er hinsvegar jafnljóst að orð af þessu tagi em ekki hluti
al yenjulegu tal- eða ritmáli nema sem leikur og ég leyfi mér að full-
y^ða að þau geti ekki verið annað. Málnotkunin setur, að því er virðist,
skorður við lengd orða og er áhugavert í sjálfu sér hverjar þær em og
hve skýrar. Slíkar upplýsingar væm einnig mjög hagnýtar þeim sem
fást við íðorðastarf og nýyrðasmíð því hafa mætti stoð af þeim þegar
nieta þarf hvort eitthvert langt nýyrði er innan settra marka.
Oft er kvartað undan því að nýyrði, og þá ekki síst íðorð, séu mörg
hver óhæfilega löng og óþjál, og af þeim sökum öðlist þau ekki þegnrétt
1 ntálinu. Ég er að vísu þeirrar skoðunar að nýyrði fari sjaldnast fram
' Upphaflega var grein þessi ætluð til birtingar í Málfregnum, tímariti íslenskrar
málnefndar. Ég hafði einkum í huga að hún gæti gagnast þeim sem fást við íðorðastarf
Cn 111111 varð samt fræðilegri og lengri en æskilegt þótti á þeim vettvangi. Síðan hef ég
aukið nokkru við hana og reynt að skjóta frekari fræðilegum stoðum undir umfjöll-
Uruna. Þó ber hún enn nokkur merki upphaflegs tilgangs síns. Ég vil þakka Kristjáni
^t^syni (sem las fyrstu gerð greinarinnar), ónefndum yfirlesara á vegum tímaritsins
°S ekki síst ritstjóra þess, Halldóri Ármanni Sigurðssyni, ýmsar gagnlegar ábendingar
°8 athugascmdir. Einnig þakka ég Kristínu Bjamadóttur sérstaklega fyrir að lána mér
•-ritgerð sína og heimila afnot af henni.
islenskt
mál 14 (1992), 173-207.
© 1992 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.