Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 178
176
Magnús Snædal
liðir í samsetningum, eins og í sumum dæmunum hér að ofan, er venju-
lega um að ræða lágmarks aðhæfingu að íslenskum málreglum og ekki
er sérstök ástæða til að ætla að lengd þessara orða fari yfirleitt fram úr
því sem heimilt er. Þess má þó geta að slík orð eru u.þ.b. 40 og því
nálægt 13% af löngum orðum.
Löngu orðin 300 hef ég flokkað eftir atkvæðafjölda5 og er niðurstað-
an þessi:
Áttkvæð orð: 235 78,33%
Nflcvæð orð: 51 17,00%
Tíkvæð orð: 10 3,33%
Ellefukvæð orð: 2 0,67%
Tólfkvæð orð: 2 0,67%
Samtals: 300 100%
Tafla 1: Skipting langra orða eftir atkvæðafjölda
Síðan er hverjum framantalinna flokka skipt í undirflokka eftir því
hvemig atkvæðunum er skipað í bragliði.6 Bragliður er áherslueining
sem getur verið eitt áhersluatkvæði en oftast fylgja því eitt eða tvö
áhersluminni eða áherslulaus atkvæði. Þetta skýrist best með dæni-
um. Orðið menntamálaráðuneyti skiptist í fjórar tvíkvæðar einingar,
mennta-mála-ráðu-neyti, eða fjóra tvíliði. Orðið Reykjavíkurmeistara-
mót skiptist einnig í fjórar einingar, Reykja-víkur-meistara-mót, og eru
tvær fyrstu tvíliðir, þriðja þríkvæð eða þríliður en sú síðasta einkvæð
eða stúfur. Til fjölda og tegundar bragliða vísa ég með því að segja að
gengari í málinu en maður hefur tilhneigingu til að ætla að óreyndu. Við lauslega leit
fann ég 18% þessara 300 orða í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
5 Með atkvæðafjölda er í rauninni átt við fjölda sérhljóða í orði. Atkvæðaskil, þeg^
þau koma við sögu, hef ég reynt eftir megni að láta falla á orðhlutaskil en hef annars
hallað mér að hugmyndum Jóhannesar L. L. Jóhannssonar (1924:56-58) um það efm-
6 Ég nota hugtök úr bragfræðinni og fylgi þar fordæmi Sig. Kristófers Péturssonar
(1924). í þessari orðnotkun felst ekki að ég álíti sömu lögmál gilda í bundnu máh
og óbundnu heldur aðeins að þau séu sambærileg að breyttu breytanda. Óskar O-
Halldórsson (1972:12) bendir á að „... áherzlulögmál óbundins máls eru undirstaða
braghrynjandi...“ Einnig má benda á umfjöllun Kristjáns Ámasonar (1991:3-5).