Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 179
Hve langt má orðið vera?
177
menntamálaráðuneyti hafi bragliðagerðina 2-1-2-2, þ.e. fjóra tvíliði, en
Reykjavíkurmeistaramót 2-2-3-1, þ.e. tvo tvíliði, þrílið og stúf. Hver
bragliður heitir öðru nafni kveða. Kveður eru tvennskonar, hákveður
°g lágkveður. Munurinn á þeim felst í því að þó fyrsta atkvæði braglið-
^ sé jafnan áhersluatkvæði eru liðimir misþungir. Fyrsti bragliður í
0rði er jafnan hákveða og kalla ég það reglulega hrynjandi ef annar er
lágkveða, þriðji hákveða o.s.frv. Þegar skipting orða í bragliði er sýnd
mun ég merkja upphaf lágkveðu með + en hákveðu með +, þó með
þeirri undantekningu að fyrsta kveða í orði, sem jafnan er hákveða eins
°g áður sagði, er ómerkt. Dæmin sem tekin vom hér að ofan verða því
unintuð mennta-t-mála+ráðu-t-neyti og Reykja+víkur+meistara+mót.
Þótt óþarft sé að taka það fram byggir það sem hér verður sagt um
hfynjandi langra orða á tilfinningu minni og hef ég reynt að miða við
hvemig orðin væru sögð ein sér, skýrt fram borin. Rannsóknir á þessu
eru ekki miklar fyrirliggjandi og raunar næsta erfiðar. Til að vera viss
uni hverja hrynjandi eitthvert vafaorð hefur þarf helst að hitta það fyrir
1 samfelldu tali og aðstæður mega helst ekki vera tilbúnar. Gætu menn
raunar þurft að bíða lengi eftir því að þetta tiltekna orð bæri þeim fyrir
eYru.
^■2 Áttkvœð orð
Attkvæð orð skiptast í nokkra flokka eftir bragliðafjölda og hrynjandi
Þvf hægt er að raða saman þríliðum, tvíliðum og jafnvel stúfum á ýmsa
Vegu þannig að úr verði átta atkvæði. Heildarmyndin birtist í töflu 2.
Algengust em sem sé þau orð sem em fjórir tvíliðir, þ.e. orð eins
°g nienntamálaráðuneyti. Þeir flokkar sem samsettir era úr tveimur
Þríliðum og einum tvílið em nokkum veginn jafn-stórir eða um 20%
af áttkvæðu orðunum hver. Til samans em þetta 139 orð eða 59% af
heildarfjölda áttkvæðra orða. Þess má geta að fjögur orð í flokknum 2-3-
^ gætu haft hrynjandina 2-3-2-1, t.d. lagasetningarreglugerð og tvö orð
1 Aokknum 3-2-3 haft hrynjandina 3-2-2-1, t.d. sjóbirtingsveiðitímabil.
^ánar er vikið að þessu vandamáli í 2.3.
Aðrir flokkar áttkvæðra orða innihalda stúf og einn sker sig úr hvað
fJÖlda snertir, þ.e. orð af gerðinni 2-2-3-1, eins og tafla 2 sýnir.