Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 183
Hve langt má orðið vera ? 181
bandi er óhjákvæmilegt að ræða ýmis atriði sem ekki varða eingöngu
löngu orðin.
12.1 er fjallað um samspil atkvæðafjölda og áherslu og tengsl þessa
yið það hve margsamsett orðin eru. í 2.2 er gerð grein fyrir þvf hvemig
meginskil í margsamsettum orðum raska hrynjandi ef þau em ekki á
’>réttum“ stað. í 2.3 er svo fjallað um sérkenni þríliða, í 2.4 um sk.
»stælta liði“, þ.e. bragliði sem innihalda fleiri en einn orðstofn, og í 2.5
eru teknar saman niðurstöður umfjöllunarinnar.
2-1 Atkvœðafjöldi og áhersla
Þeirri skoðun hefur verið haldið fram að orð megi ekki hafa fleiri en
þrjú áhersluatkvæði. Þannig segir Jóhannes L. L. Jóhannsson (1924:
65):
Ennfremur er það áreiðanlegt, að íslenzk orð, geta eigi lengri verið,
en svo, að á þeim verði þrjár aðaláherzlur (og ein aukaáherzla í
endanum, ef þarf). Sé reynt að misbjóða þessu lögmáli, þá fellur
orðið vægðarlaust í tvent.
^ig. Kristófer Pétursson (1924:58) er sömu skoðunar (og skákar í
hróksvaldi Jakobs J. Smára):
Orð, er hafa fleiri rómháar samstöfur en þrjár, verða ekki borin fram
sem orð, heldur sem hending. Þau fá aðkenning þagnar í miðju, eða
það er sem þau hafi eins konar brotalöm.9
^etta held ég að sé rétt en þarfnist þó nánari umfjöllunar. Orð á borð
Vlð neðanjarðarbrautarpallur fá þessa brotalöm í miðju, þ.e. segja
•öá að á fimmta atkvæði komi ný upphafsáhersla. Ég mun hér eftir
merkja brotið með #, t.d. neðan+jarðar#brautar+pallur. Það þýðir
þó ekki að öll áttkvæð orð eða orðmyndir, sem innihalda fjóra tvíliði,
ðrotni með þessum hætti. Til þess að það gerist þarf að vera stofn-
atkvaeði í upphafi hverrar kveðu. Jóhannes (1924:60) telur að í orðum
a borð við konungshylli séu tvær jafngildar aðaláherslur, hvor á sínum
Með rómháum samstöfum er átt við áhersluatkvæði. Hins vegar skilgreinir Sig.
kústófer hvergi hendingu berum orðum (sjá þó 1924:155).