Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 194
192
Magnús Snœdal
orð með þennan atkvæðafjölda og þrjá þrfliði í röð, t.d. rannsóknar-
lögregluforingjabíll, rannsóknarlögregluforingjahúfa og rannsóknar-
lögregluforingjabúningur. Slík orð koma sem sé ekki fyrir í gögnun-
um.18
En sérstaða þríliðarins kemur fram í fleiru. Allnokkur fjöldi orða
sem ekki eru átta atkvæði í nf.et. nær þeirri lengd í einhverri beyg'
ingarmynd. Þannig bætir t.d. orð á borð við kvenfrelsishreyfing við
sig þremur atkvæðum í ef.et. með greini, -arinnar.19 í nf.et. hefur
orðið bragliðagerðina 3-2 en í ef.et. með greini verður hún 3-3-2-
Endingin, -arinnar, myndar því ekki sérstakan braglið heldur tengist
hin eiginlega ef.-ending stofninum en greinirinn verður sérstakur lið'
ur (eins og raunar kemur fram hjá Kristjáni Ámasyni 1983:56-59)-
Athyglisvert er þó að tveir þríliðir heimila ekki að ending standi i
hákveðu. Hrynjandin raskast og brotnar á eftir fyrsta braglið, verður
kvenfrelsis#hreyfingar+innar en ekki *kvenfrelsis-rhreyfingar+innar.
Þetta á ekki við um tvo tvíliði, sbr. burðar+flaugar+innar þar seiu
hrynjandin er regluleg. Aftur á móti getur tvíliður sem inniheldur sér-
stakan orðstofn staðið í hákveðu á eftir tveimur þríliðum, t.d. í Á»'
þýðu+bandalags+maður.
Áttkvæð orð sem em þrír bragliðir innihalda að sjálfsögðu tvo þríliði-
Þau sem enda á þrílið, þ.e. 3-2-3 eða 2-3-3, verða ætíð fjórir bragliðir ef
eitt eða tvö atkvæði bætast við í beygingu. Við þetta brotna þau í miðju>
t.d. Bolungar+víkur#samning+arnir, kjamorku+vera#áœtlun+ina’
undan+tekningar#tilfell+unum. í þessum tilvikum er samt ekki urn
að ræða fleiri en þrjár aðaláherslur. Orð af gerðinni 3-3-2 em áfram þrir
orðum er nær alltaf brot á eftir liðum á borð við alþjóða, nútíma og afburða. Þeir eru
nánast óbeygjanleg lýsingarorð, sbr. 14. nmgr. Hjá Kristínu Bjamadóttur (1990:3?)
fann ég dæmið einmenningskjördœmafyrirkomulag en þar eru tveir þríliðir í upphal1
ellefukvæðs orðs með reglulega hrynjandi, þ.e. (3-3-2-2-1).
18 Sem skyndisamsetningar eru slík orð þó til. Ónefndur maður talaði t.d. urn
ástríðu#umferðar+menningar+postula en þetta orð er greinilega brotið.
19 Þess má geta að inn í orðaskrána, sem lögð var til grundvallar þessari athugun
(sjá 1.1), komu 39 orð eins að hrynjandi og kyenfrelsishreyftng, þ.e. 3-2. Á hinn bógi1111
einungis níu af gerðinni 2-2-1,fíkniefnadeild, þar af tvö sem mögulega hafa hrynjandm2
2-3, tunglfarsburðarflaug og ríkisveiðistöð.