Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 215
Orð af orði
fildur, fíldur, fyldur, bjarnfildur
Eins og allir þekkja eru oft til mörg afbrigði sama orðs og getur
reynst erfitt að sjá í fljótu bragði hvert þeirra muni vera upphaflegast.
Afbrigðin verða til af ýmsum ástæðum þegar fymst hefur yfir uppmna
°rðsins, stafsemingu er breytt eða orðið lagað til eftir þeim orðsifjum
sem notendur telja líklegar.
I þeim kafla sem hér fer á eftir verður fjallað um nokkur nafnorð,
lýsingarorð og sagnorð sem flest em af sömu orðsift og öll em notuð
Urn þá ull á sauðkindum sem vex undir gömlu ullinni á vorin. Sum
Þessara orða em til með eins konar herðandi forlið, bjall-, bjöll-, bjöllu-,
bjarn-, björn-, hnefa-, hrúts-, kúf-, loð-, snögg-, og er þeirra getið í
umfjöllun um síðari liðinn en fjallað um forliðina í lokakafla. Stuðst
er við seðlasöfn Orðabókar Háskólans (OH), einkum ritmálssafn og
hflrnálssafn, en einnig em nefnd dæmi af seðlum þeim sem Þórbergur
Þórðarson safiiaði á fyrri hluta þessarar aldar og varðveittir em hjá OH.
I umræðunni hér á eftir em ritmyndir með i og í greindar sem tvær
flettur en orðmyndir ritaðar með y látnar fylgja i. Ekki em ritmyndir
ld og lld greindar að.
flld, fyld: Ekkert dæmi er í söfnum OH um nafnorðið fild og aðeins
eitt um ritmyndina fyld í samsetningunni bjarnfyld af Héraði. í orðabók
^igfúsar Blöndals (1920-1924:184) er gefin upp hvortveggja ritmyndin
fild og fyid án þess að heimildar eða landsvæðis sé getið. í seðlasafhi
Aórbergs Þórðarsonar er seðill um orði ðfyld og hafði Þórbergur heimild
súia úr Snæfellsnessýslu.
-fíld: Aðeins eitt dæmi er til í söfnum OH um nafhorðsmyndina/tM
1 Samsetningunni bjarnfíld og er það úr Snæfellsnessýslu.
flldast, fyldast: Um sögnina aÖfildast eru fjögur dæmi í ritmálssafhi
Islenskt mál 14 (1992), 213-223.
© 1992 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.