Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 217
Orð aforði
215
fildgun, filgun: Heimildarmaður úr Fljótum í Skagafirði getur þess
að nýja ullin nefnistfilgun. Þar er aðeins um framburðarmynd að ræða
íyrir *fildgun en önnur dæmi fundust ekki í seðlasafninu. Sjáfildgast.
-fildgur: Um lýsingarorðið fildgur eru aðeins dæmi í söfrium OH
sem síðari lið í samsettu orðunum bjarn-, björn- og loðfildgur og eru
þau öll úr Ámessýslu.
filding: Kvenkynsmyndinýi/úfmg virðist aðeins notuð á norðanverðu
landinu en talmálsdæmi eru um hana úr Skagafirði, báðum Þingeyjar-
sýslum og Norður-Múlasýslu.
fildingur, -fildingur, fylldingur, fyldingur, -fyldingur: Karlkyns-
nayndina fyldíngr er að finna í orðabók Bjöms Halldórssonar (1814:
256), og em gefriar á henni tvær merkingar: 1. þétt gras, og 2. ný
fíngerð ull sem vex á kindum eftir að gamla ullin hefur verið klippt.
Einnig nefnir Bjöm samsetta orðið fylldíngsskinn.
Um þessa orðmynd em einnig dæmi í ritmálssafhi OH en ritháttur er
á reiki. Ýmist er ritað i eða y, l eða //. Hið elsta þeirra er úr tímaritinu
Hirði frá 1858 en þar stendur (139):
Svona hef jeg haft blettina klædda, til þess nógur fylldingur hefur
verið kominn.
Ári síðar gaf Halldór Kr. Friðriksson út réttritunarreglur þar sem
hann nefnir orðið fyldingur sem dæmi um orð sem skrifa eigi með y:
»fyldingur = fylling (á sauðkind)“ (1859:104).
I safrii Þórbergs Þórðarsonar er eitt dæmi um orðið fyldingur og er
það úr Snæfellsnessýslu. Úr Austur-Barðastrandarsýslu em heimildir
Um samsettu orðin hnefafildingur og hrútsfildingur.
Fildingur er vel þekkt í talmáli um Vesturland og Vestfirði og ber
öfium saman um að átt sé við nýju ullina sem byrjar að vaxa undir
þeirri gömlu á útmánuðum. Eitt dæmi er einnig til í talmálssafrii úr
Norður-Múlasýslu.
fíldingur: Karlkynsmyndin fíldingur þekkist á sömu svæðum og
fildingur, þ.e. á Vesturlandi og Vestfjörðum, en dæmin em heldur færri.
Sj áfildinn.
fildinn, -fildinn: Um lýsingarorðið fildinn em fjögur dæmi í tal-