Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 218
216
Orð aforði
málssafni. Þrjú þeirra eru af Vestfjarðakjálkanum en eitt úr Suður-
Múlasýslu. A einum seðlinum, sem á rætur að rekja til bréfs úr Austur-
Barðastrandarsýslu, sést að ekki er alltaf mikið upp úr því leggjandi
hvort orðið er ritað með i eða í. Þar stendur: „Sagt er um mjög vel fildna
kind að hún sé bjömffldin eða að það sé kominn á hana hrútsfflding-
ur, lflca kafloðin eða hnefafildingur.“ Samsetningamar björnfildinn og
snöggfildinn þekkjast á Vestfjörðum.
fíldinn, -fíldinn: Um vel fíldna kind barst aðeins ein heimild úr
Hnappadalssýslu og úr sömu sýslu var samsetta myndin björnfíldinn
auk þeirrar sem nefnd var hér næst á undan úr Austur-Barðastrandar-
sýslu.
fildna: Aðeins tvö vestfirsk dæmi em í talmálssaíhi um sögnina að
fildna en sagt er að kindin sé farin aöfildna þegar ullin er tekin að vaxa
undir reyfinu.
fildur, -fildur, filldur, fyldur, fylldur: Um lýsingarorðið eða lýsing-
arháttinn fildur og aðrar ritmyndir þeirra em til fjölmörg dæmi bæði úr
prentuðum heimildum og úr talmáli. í orðabók Bjöms Halldórssonar
(1814:256) finnst flettanfylldr í merkingunni ‘með hári eða ull’ og elstu
dæmin í ritmálssafni em einnig frá Bimi. í riti, sem hann gaf út undtf
heitinu Atli árið 1777, stendur (132):
... færdu verri og minni Ull, sem opt tyniz, fyrr enn fenu er fylldt.
Önnur dæmi um sömu notkun em úr ritinu Arnbjörgu sem áður er
nefnt (67, 91):
Húsfreya lætur athuga, nær því [o: fénu] er fyldt.
Lætur þá rýa fé, er því er fyldt.
í öðmm dæmum stendur lýsingarorðið með frumlagi, þ.e. ærin er vel
eða illa fild (filld, fyld, fylld). Talmálsdæmin em úr öllum landshlut-
um og kemur víða fram að það sé kallað að ærin sé fild þegar fyllinS
er orðin mikil og er ritháttum með i og y haldið aðgreindum í seðla-
safninu. Einnig nefnir einn heimildarmaður samsetta orðið kúffildnf-
Um samsetningar með bjall-, -bjöll og bjöllu- að fyrri lið em dæn11
úr Strandasýslu, víða af Norðurlandi og allt austur á Hérað og Firði-