Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 221
Orð aforði
219
sögnina fela ‘leyna, dylja ... ’ og nafnorðið fila ‘mjúk, samloðandi ull,
ábreiða, grisjótt teppi... ’, < *felhiön.
Tengsl við sögnina fela eru mjög líkleg, < *felhan, sbr. gotn. filhan,
fe-féolan, fihþ. enphel(a)han. Tengsl við nafnorðiðfila eru einnig sann-
ferandi. Þar er um foman /ö«-stofn að ræða þar sem / fellur brott ef
stofnatkvæði er langt. Benda þessi tengsl á upprunalegt / í þeirri orðsift
sem dæmi vom tekin um hér á undan.
Skýringuna á /-myndum tel ég líklegast að sækja til staðbundinnar
lengingar frammælts sérhljóðs á undan l + tannhljóði eins og þær
ntyndir sem Ásgeir benti á í grein sinni. Elstu heimildir um í í ritmáli
eru úr ritum eftir Odd Hjaltalín og Magnús Ketilsson. Um Odd er það
að segja að hann ólst upp við Breiðafjörð og eyddi mestum hluta ævi
sinnar á norðanverðu Vesturlandi. Magnús bjó hins vegar í um hálfa
öld í Dalasýslu. Þær heimildir úr talmáli sem fundust í safhi OH em
langflestar af Vesturlandi og Vestfjörðum. Aðeins fíldur þekkist einnig
á vestanverðu Suðurlandi. Sama er að segja um framburðarmyndimar
hvdt og spílda en bílt og íllt em víðar þekktar.
Stofn orðsiftarinnar væri þá *fil- (< ie. *pel-). Af þeim stofni mætti
hugsa sér að væm leidd nafnorðinýi/a, (-//>ö-myndun) og fild. Af sama
stofni mætti gera ráð fyrir myndinni *filing, sbr. fær. filing ‘ný ull
undir gamalli á sauðfé’ og sem hliðarmynd við hana nafnorðinu fíling
með löngu sérhljóði, en eins og bent var á áður þekkist hún í máli
heimildarmanna á vestanverðu Norðurlandi og á Ströndum sem hafa
langt í í fíldur.
Af nafnorðinu fild em leidd orðin fildinn,fildna,fildur,filda(st), (sbr.
fær. sögnina filda), filding og fildingur. Hliðarmyndir við fildur em
fddur og fylgdur en af filda(st) em leiddar sagnimar fildgast og fyllast
lvegna rangra tengsla við stofninn *full-). Affildgast em aftur leiddar
myndirnar fildgur og fildgun. Af filding og fildingur hafa sennilega
verið mynduð nafnorðin fylling og fyllingur af sömu ástæðu og fyllast
af filda(st).
Urn forliðina bjall-, bjöll, bjöllu-, bjarn-, björn- er tilgáta Ásgeirs
^löndals mjög sennileg (1989:61), en hann gerir ráð fýrir því að upp-
anegu myndimar séu skyldar bjgllur ‘smáhnöttur, lítil kúla’ og bjalli