Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 224
222
Orð af orði
sem eru látin umhirðulaus. Þessi heimildarmaður hefur borið þetta orð
undir nokkra Borgfirðinga eystri og könnuðust þeir ekki við það. Kona
í Lónssveit tekur í svipaðan streng þegar hún nefnir dæmi um notkun
so.: „Þær [o: kindur] glörkuðu úti fram yfir jól.“ Þá nefndu nokkrir
heimildarmenn, einkum á Héraði, no. glaron sem haft er um mann sein
lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, er kæruleysislegur í framkomu
og fífldjarfur í tiltækjum. Sá sem hefur slíkt fas, er sagður glaronslegur.
So. glarka er athyglisvert að því leyti að það verður ekki þegar í
stað sett í samband við aðra orðstofna málsins. Ef litið er í orðabækur,
eins og t.d. orðabók Blöndals eða orðabók Menningarsjóðs, sést að þar
er enginn glark-stofn, ekki einu sinni g/ar-stofn eða -rót. Næst á eftir
glap- kemur glas og ekkert er þar á milli, hvorki glar- né glark-.
En hver er þá uppruni so. að glarkal Ef ekki er um innlendan arftekinn
stofn að ræða, sem tengja má við aðra þekkta stofna í orðaforða málsins,
liggur næst að ætla að hér sé tökuorð á ferðinni. En vandinn er sá að
fyrirmyndin er ekki auðfundin og reyndar er enginn sá bragur yfir
orðinu sem gefur ástæðu til að ætla að hér sé tökuorð á ferðinni- I
aðgengilegum færeyskum, norskum og öðmm norrænum orðabókum
er þennan orðstofn, glark-, ekki að finna og ef leitað er í lágþýskum og
enskum bókum er sömu sögu að segja.1 Að þessu sinni virðist því ekki
til skyldra mála að leita um fyrirmynd eða sameiginlegan uppmna.
Á Austfjörðum hefur verið nokkuð um frönsk áhrif og finnast ýmis
merki þess í orðafari þar eystra. Þau erlendu orð, sem þar em á sveimi-
bera þess greinileg merki að vera tökuorð og leyna sjaldnast uppruna
sínum. Önnur tungumál em enn ólíklegri til að hafa verið veitimál hér.
Ef hér er ekki um tökuorð að ræða, verður að leita aftur á innlend
mið. Heimildir um orðið em ungar og útbreiðsla þess takmörkuð eins
og fram kemur hér á undan og því líklegt að hér sé íslensk nýjung a
ferðinni. Ef gl- í upphafi orðsins er uppmnalegt, má láta sér detta i
hug að hér kunni að vera um samslátt merkingarlíkra orða að ræða,
t.d. glamra annars vegar og slarka eða darka hins vegar. Þess má geta
1 Jóhan Hendrik W. Poulsen prófessor í Þórshöfn kveðst (í símtali) ekki kannast við
þetta orð í færeysku og Oddvar Nes prófessor í Björgvin segir (í bréfi) að það sé með
öllu óþekkt í norsku.