Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 227
Ritdómar
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Haskólans,
Reykjavík. xli, 1231 bls.
0* Inngangur: Orðsifjabækur um íslensku
Það voru stórtíðindi, ekki aðeins í orðabókagerð og orðsifjafræði heldur líka 1 *s‘
'ensku menningarlífi, þegaiíslensk orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon (1909-
1987) kom út í nóvemberbyrjun 1989. Það er allt annar söngur í smjöri en margarim
enda óhætt að segja að þessi bók, sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku, tekur um flest
fram öðrum orðsifjabókum sem til eru um íslenskt mál. Af skiljanlegum astæðum
^egur hún þó einnig dám af þeim, bæði að því er snertir kosti og galla.
Pyrirrennaramir eru þrír. Islándisches etymologisches Wörterbuch eftir atorku
manninn Alexander Jóhannesson (1956) er, eins og nafnið bendir til, með orðskýnng-
um á þýskri tungu. Þar er bæði fjallað um fommál og nýmál og í anda indóevrópskrar
0rðsifjabókar Waldes og Pokomys (1927-32) er orðunum raðað eftir ffumindóevr-
ðpskum eða frumgermönskum rótum (eða stofnum) sem þau em rakin tU en ekki eftir
stafrófsröð.2 Norrænar orðsifjabækur Ferdinand Holthausens (1948) og Jan de Vnes
(1957-61) em með hefðbundnu sniði að því er snertir niðurröðun orða. Hvomgri var
hins vegar ætlað annað en fjalla um fommálið einvörðungu þó að de Vnes hafi raun-
31 gert sér nokkurt far um að hafa hliðsjón af nútímaíslensku og öðmm norrænum
nýmálum.
Þrátt fyrir fjölmarga annmarka og takmarkanir, sem enginn kostur er að tíunda hér,
eru bækur þeirra Alexanders Jóhannessonar, Holthausens og de Vries málfræðingum
enn ómissandi hjálpargögn. Á hinn bóginn hafa fræði þessi ekki staðið í stað siðan þær
v°ru settar saman og jafnframt hafa hugmyndir manna um það hvemig orðsifjabækur
e'gi að vera skýrst.3 Þess vegna hefur um nokkurt skeið verið brýn þörf á nýju verki
sem spannaði bæði fommál og nýmál og rekti sögu íslensks orðaforða frá fomold til
1 Ég þakka Guðrúnu Kvaran, Guðrúnu Þórhallsdóttur, Halldóri Ármanrn Sigurðs-
syni, Jörundi Hilmarssyni, Sigurði H. Pálssyni og Sólveigu Einarsdóttur gagnlegar
úbendingar. Þau bera hins vegar enga ábyrgð á því sem hér kann að vera missagt.
2 Eftirleiðis verður lo. framindóevrópskur skammstafað frie. Aðrar skammstafamr
a tungumálaheitum sem hér era notaðar er að finna í íslenskri orðsifjabók, xxiii. bls.
o.áfr.
3 Malkiel (1976) hefur skrifað heila bók um orðsifjabækur og hjá Bammesberger
(1983) eru líka greinar með fróðlegum vangaveltum um slík rit eftir ýmsa valinkunna
fr®ðimenn. Sjá enn fremur Mayrhofer (1980) og þau rit sem vitnað er til í 4. nmgr.
Islenskt mál 14 (1992), 225-240. © 1992 íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.