Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 232
230
Ritdómar
lýsingarorða- og sagnorðaviðskeytum (xvi-xix). Það er góðra gjalda vert en að minni
hyggju er umfjöllunin hvorki nógu ítarleg né skipuleg til þess að hún megi koma að
neinu raunverulegu gagni. Greinar um viðskeyti í meginmáli eru einnig í knappara
lagi, flestar hverjar.
5. Flettur
5.1 Orð af íslenskum uppruna
Fátt virðist vanta af ósamsettum orðum sem heyra til almennum orðaforða íslensks
máls að fomu og nýju. Að auki hefur bókin að geyma fjölda sjaldgæfra orða, m.a. ur
gömlu og nýju skáldamáli, staðbundnu máli og talmálssafni. Ef orð kemur aðeins fynr
í fomu máli er það auðkennt sérstaklega. Þess er venjulega einnig getið ef orð kemur
ekki fyrir í íslensku fyrr en í heimildum á síðari öldum og er fmmheimildin stundum
(af hverju ekki alltaf?) nánar tiltekin. Þetta veitir ómetanlega innsýn í sögu íslensks
orðaforða. Eftirminnilegt dæmi um orð sem vottar um samhengið í tungunni allt fm
fyrstu tíð til okkar daga er ögurstund, sem höfundur fjallaði nánar um annars staðar
(Ásgeir Blöndal Magnússon 1977). Orðið kemur fyrst fyrir í Völundarkviðu (41,3)
en síðan ekki söguna meir uns því skýtur upp í mæltu nútímamáli og kemur merkmg
þess þar (‘stutt stund, stund tengd sjávarföllum, einkum útfalli’) einkar vel heim við
atburðarásina í hinu foma kvæði. Böðvildur konungsdóttir, bami aukin, kvað:
Sátum við Völundur
saman í hólmi
eina ögurstund,
æva skyldi.
5.2 Tökuorð
Mörg erlend tökuorð í íslensku er að finna í íslenskri orðsifjabók — þótt ýmis vanti
— en skýringamar em einatt fátæklegar. Að sönnu hefur höfundi þar verið talsverður
vandi á höndum — „því að þótt alloft hafi tekist að ráða í hvaðan tökuorðið er ættað.
þá vantar alla nánari rannsókn á ferli þess“ (xx). Ljóst er að á þessu sviði íslenskrar
málsögu er mikið starf óunnið. Engu að síður veldur vonbrigðum þegar ekki er minnst
á sennilegar og löngu fram komnar tilgátur, t.d. að ábóti hafi sætt áhrifum af
þótt sagt sé að síðari liðurinn í abbadís hafi lagað sig eftir dís (sjá Kahle 1890:316—
17, 340-41 og Fischer 1909:10, 52 o.áfr., 100, 122; síðamefnda ritsins er getið '
heimildaskrá, xxxiii. bls.). Á hinn bóginn er ánægjulegt sjá að nokkurt tillit er teki
til athugana Halldórs Halldórssonar (1968, 1969) á orðum sem trúlega hafa boris'
inn í íslensku úr fomsaxnesku (t.d. altari, páfi, prestur, synd) og rannsókna Helga
Guðmundssonar (1959, 1960, 1969, 1970) á tökuorðum úr írsku og gelísku (tnákt’
mákur, sklokr, jaðrakan, slafak, marinkjarni).
5.3 Sérnöfn
í sémöfnum, einkanlega fomum, dylst stundum mikilsverður fróðleikur. Er orðsifj®
fræðingum því skylt að gefa þeim gaum enda er það gert í íslenskri orðsifjabók. W-