Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 235
Ritdómar
233
í germ. málum. Sá hængur er þó á að dæmi um umrædd orð eru ekki ýkja gömul
(17.-18. öld) og þar af leiðandi kann ýmislegt að villa sýn. Mig skortir þekkingu til að
meta þá staðhæfingu höfundar að þöm geti tæpast verið framburðarmynd af þum. En
ég fæ ekki séð hvemig er í rauninni hægt að útiloka að þessi orð (ásamt no. þuma (1)
og so. þuma) eigi skylt við so. þuma (2) ‘þreifa, þukla’ (sbr. Alexander Jóhannesson
1956:428). f orðsifjafræði, rétt eins og í öðrum vísindagreinum, ber að varast að fella
dóma eftir geðþótta. A.m.k. ættu höfundar fræðirita jafnan að láta þess getið ef þeirra
eigin niðurstöður stangast á við skoðanir sem áður hefur verið haldið fram.
7.4 Hliðsjón afnýrri rannsóknum
í Islenskri orðsifjabók er því miður upp og ofan hversu rækilega eru tíundaðar til-
gátur annarra fræðimanna og skortir alloft á að mat á þeim sé stutt nógum rökum.
Iðulega er tilgátum, sem höfundur aðhyllist ekki, vísað á bug með knöppum athuga-
semdum á borð við „óvíst“, „ólíklegt“ og „vafasamt". Þótt að vísu kunni slík fámælgi
stundum að nægja þyrfti áhugasamur lesandi oftar að fá að vita á hverju höfundur
byggir mat sitt, hvort hann hefur fyrir sér heimildir og, ef svo er, hverjar þær eru. Þar er
hins vegar hitt á snögga blettinn á þessari bók því að til undantekninga heyrir ef vimað
er í fræðirit (á hinn bóginn er „H.H. 1968“, sem vísað er til í orðskýringagrein um synd,
ekki að finna í heimildaskrá; átt mun við grein Halldórs Halldórssonar 1968). Þetta
veldur því að sá mikli fróðleikur sem safnað hefur verið saman nýtist engan veginn
sem skyldi þeim lesendum sem teljast til fræðimanna. Efni sem lýmr að íslenskum
orðsifjum er á víð og dreif í ýmiss konar fræðibókum, greinasöfnum, afmælisrimm og
lírnaritum, erlendum ekki síður en innlendum, og er að sjálfsögðu tímafrekt að henda á
því reiður. Þar sem ætla má að höfundurinn, sem ugglaust var víðlesnastur fslendinga
á sínu sviði, hafi verið búinn að fara yfir drjúgan hluta af þessu efni hefði verið vel til
fallið að hann léti upplýsingar um heimildir oftar fylgja með.
I ofanálag eru þau rit sem þó eru nefnd fæst al veg ný af nálinni. Af 256 titlum í heim-
'ldaskrá (xxxi-xxxix) eru aðeins 25 frá 1970 eða síðar, að meðtöldum endurútgáfum
eldri verka. f formála (xvi, xix) eru talin upp níu rit og er ekkert yngra en frá 1970 en
tvö yngri en frá 1960. Sjálfur segist höfundur (xx) mest hafa stuðst við norsk-danska
0rðsifjabók Falks og Torps (1910), sænska orðsifjabók Hellquists (1948) og nýnorska
orðsifjabók Torps (1919), auk bóka þeirra Alexanders Jóhannessonar, Holthausens
°g de Vries — allt öndvegisverk en sannarlega komin til ára sinna. Það verður því að
segja eins og er að vegna ónógrar hliðsjónar af nýrri rannsóknum er íslensk orðsifjabók
talsvert á eftir tímanum.
Vissulega verða slíkir annmarkar skiljanlegir þegar hafðar eru í huga þær erfiðu
aðstæður sem verkið var unnið við. Ekki er með nokkurri sanngimi hægt að krefjast
Þess að einn maður, hversu lærður sem hann er, geti unnið að slíku riti og jafnframt
Slnnt daglegum störfum. Þótt seint sé er e.t.v. ekki með öllu óþarft að viðra þá skoðun
hér að eðlilegt hefði verið að höfundi hefði verið búin aðstaða til að gefa sig óskiptur
að orðsifjabókinni í einhver ár á meðan starfsþrek hans var óskert; einnig hefði hann
nuklu fyrr þurft að njóta aðstoðar við verkið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á.