Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 236
234
Ritdómar
8. Dæmi af hana o.fl.
Það er ókleift hér að benda á nema lítið eitt af því sem orkar tvímælis. Ég tek á
nýjan leik dæmi af orðinu hani (1). Tínd eru til samsvarandi orð í Norðurlandamálum
og í nokkrum germ. fommálum (en ekki nýmálum eins og stundum er gert). Ekki er
orðið endurgert á eldra málstigi eða greint frá vandamálum sem snerta orðmyndun.
Minnst er á skyldleika við lat. cano, fír. canim ‘ég syng’ og gr. éi-kanós ‘hani’ (eig'
inl. ‘árgali’), en þagað yfir því að gnska orðið (sem raunar kemur aðeins fyrir hjá
Hesychíusi málfræðingi í Alexandríu á 5. öld e.Kr.) samsvarar germ. orðunum best.
Ekki er sagt til hvaða frie. rótar orðin eru rakin (*kan- ‘syngja’, sbr. Pokomy 1959:525)
og glöggum lesanda er látið eftir að ráða upp á eigin spýtur það sem einhveijum kynni
e.t.v. að þykja forvitnilegast af öllu þessu: að haninn heitir upphaflega svo af því hann
„syngur“, þ.e.a.s. galar, í dagrenning (sbr. t.d. Kluge og Seebold 1989:287). Loks er
vísað til flettanna hœna (1 og 2) og hœnsn(i) en látið undir höfuð leggjast að útskýra
hvemig venslum orðanna er nákvæmlega farið. Hér sem viða annars staðar (t.d. aðall
og óðal, á (1) og ægir (2)) kemur sér illa að ekkert virðist hafa verið stuðst við nt
Darms (1978) um svokallaða þanstigsafleiðslu (vrddhi), eitt athyglisverðasta framlag
til sögulegrar málfræði germanskra mála á síðari ámm (raunar þykir mér líklegt að
höfundi hafi verið um það kunnugt en vegna anna hafi hann hreinlega ekki komist
til að vinna úr því). Af ótal öðmm undirstöðuritum í germönskum málvísindum sem
hefði mátt nýta betur skal aðeins getið orðabókar Seebolds (1970) um sterkar sagnn-
í öðmm tilvikum bitna lítt ígmndaðar hugmyndir höfundar á orðskýringum, svo
sem vantrú hans á s-forskeyti (s-mobile). Er ótækt að þegja þunnu hljóði yfir stað-
reyndum, hvemig svo sem menn túlka þær, eins og gert er t.d. í skýringagreinum
um þak (ógetið t.d. gr. stégos ‘þak’) og Þór (ógetið t.d. fi. stánati ‘þrumar’), stik,
stika (ógetið t.d. fi. téjate ‘skerpir, hvessir’) og sleikja (hvað um t.d. nhþ. lecken
‘sleikja’?).
9. Laryngalar og ísienskar orðsifjar
9.1 Krafa um samrœmi
Að lyktum langar mig að drepa á orðmyndir endurgerðar með laryngölum (barka-
opshljóðum) á frie. málstigi. Tortryggni á laryngalkenninguna hefur löngum loðað við
germönskufræðinga og er þá viðkvæðið gjaman að þeir þurfi hennar tæpast við '
„enda barkaopshljóð vísast yfirleitt horfin á síðindóevrópsku málstigi" eins og höfund-
ur kemst að orði (xii). Rétt er þó að minna á að engu að síður er vel hugsanlegt a
hliðsjón af laryngalkenningunni geti orðið germönskum málvísindum að beinu liði vi
lausn á ráðgátum þar sem annars konar skýringar hafa lítt tjóað, svo sem — þðd
hefði e.t.v. gmnað það eftir ýmsa ósannfærandi tilburði — á hinni alræmdu Verscharj
8 Sýnt hefur verið fram á að tokkarísku orðin B kene, A kam (ekki kanm sem er
prentvilla) ‘lag, hljómfall’ em ekki skyld orðinu hani eins og áður var oft talið (^11
Windekens 1976:186). Þeim er því ofaukið í þessari orðskýringagrein.