Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 239
Ritdómar
237
ritum Halldórs Halldórssonar (t.d. 1958 og 1986). Gott dæmi um slíkt verk er þýsk
orósifjabók kennd við Kluge sem komið hefur út tuttugu og tvisvar sinnum frá árinu
1883, nú síðast 1989 (Kluge og Seebold 1989), mjög aukin og endurbætt (en að vísu
ekki alfullkomin fremur en önnur mannanna verk).
A hinn bóginn þyrfti einnig að koma á laggimar viðameira orðsifjaverkefni þar
sem þess yrði freistað að henda öllu nákvæmari reiður en hingað til hefur verið gert
a hvoru tveggja: skyldleika íslensks orðaforða við orðaforða annarra mála og sögu
hans með tilliti til hljóðbreytinga, orðmyndunar, merkingarferlis o.s.frv. Þarflaust er
að láta sér detta í hug að slíkt verk sé á færi eins manns heldur yrði hér að sjálfsögðu
um samvinnuverkefni margra manna að ræða. Það er kunnara en frá þurfi að segja að
nú á dögum hafa fáir tök á að fylgjast gaumgæfilega með nema á fremur afmörkuðu
sérsviði, hvort sem það er í málfræði eða öðrum greinum.
Þótt mér hafi hér að framan orðið tíðrætt um ýmis aðfinnsluverð einkenni Ásgeirs-
bókar er rétt að leggja á það áherslu að gallamir em hvorki meiri né alvarlegri en á
ntörgum öðmm orðsifjabókum sem samdar hafa verið. Enginn vafi leikur á því að með
bókinni er mikil skipun orðin á frá því sem áður var um íslenska orðsifjafræði. Verkið
er afrek unnið við erfiðar aðstæður. En í mínum huga er það fyrst og fremst gmnnur
sem þeir sem gefa sig að rannsóknum á þessu sviði — sem vonandi verða einhverjir
~~ eiga eftir að reisa starf sitt á.
Allir sem láta sig íslenskt mál einhverju varða standa í þakkarskuld við Ásgeir
Hlöndal Magnússon sem af aðdáunarverðri elju varði langri starfsævi til að safna
saman íslenskum orðum og grafast fyrir um uppmna þeirra. Orðabók Háskólans á
heiður skilinn fyrir hafa á stórmannlegan hátt búið íslendingum í hendur tæki sem
§erir þeim kleift að auka til mikilla muna þekkingu sína á ættfræði orðanna og dýpka
Þar með skilning sinn á þeim dýrgrip sem íslenskt mál er.
HEIMILDIR
Alexander Jóhannesson. 1956. Islándisches etymologisches Wörterbuch. Francke,
Bem.
Arni Böðvarsson (ritstj.). 1983. íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 2. útg.
aukin og bætt. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Asgeir Blöndal Magnússon. 1950. Ritdómur um Holthausen 1948. Arkiv för nordisk
filologi 65:116-130.
'• 1957. Ritdómurum de Vries 1957-61 [1. hefti, 1957]. Skírnir 131:236-241.
• 1959. Ritdómur um de Vries 1957-61 [2.-6. hefti, 1957-59]. íslenzk tunga 1:153-
168.
' 1961-62. Ritdómur um de Vries 1957-61 [7.-10. hefti, 1959-61]. íslenzk tunga
3:121-134.
• 1977. Um ögurstund. Einar G. Pétursson og Jónas Kristjánsson (ritstj.): Sjötíu
ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, 20. júlí 1977 1, bls. 3-40. Stofnun Áma
Magnússonar, Reykjavík.