Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 243
Gunnlaugur Oddsson. 1991. Orðabók sem inniheldur flest fágcet, framandi
og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum. Ný útgáfa með íslenskri
orðaskrá. Jón Hilmar Jónsson sá um útgáfuna ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Orð-
fræðirit fyrri alda I. Orðabók Háskólans, Reykjavík. 40 + 213 bls.
L
Orðabók Háskólans (OH) sendi frá sér nýja útgáfu af orðabók Gunnlaugs Oddssonar
frá 1819 fyrir skömmu og er þessi bók jafnframt fyrsta bindi í nýrri ritröð hjá OH sem
heitir Orðfræðirit fynri alda.
Titillinn gefur til kynna að hér sé um að ræða dansk-íslenska orðabók en hún er þó
ekki tveggja mála orðabók í venjulegum skilningi. Gunnlaugur Oddsson tók nefnilega
ekki með í bók sína „venjulegan“ danskan orðaforða, nema að litlu leyti, heldur orð sem
®tla mátti að íslendingar skildu illa eða alls ekki, en þessi afstaða kemur vel fram í titli
hókarinnar. Útgefendur segja að rúmlega tveir þriðju hlutar orðaforðans séu „erlend“
°fð, þ.e. orð úr frönsku, latínu og grísku, og að tæplega þriðjungur orðaforðans séu
dönsk orð (bls. xvii). Sum þessara dönsku orða eru úr daglegum orðaforða eins og
hann var í upphafi 19. aldar en flest eru nýmyndanir, mállýskuorð eða úrelt mál (bls.
xyii), þ.e.a.s. dönsk orð sem búast mátti við að íslendingar skildu ekki. Það má af þeim
sökum segja að bókin líkist frekar þeirri gerð orðabóka er nefnist „fremmedordbog" á
dönsku og sem kalla mætti framandorðabók á íslensku.
Orðabók Gunnlaugs, eða G. O. Oddsens eins og hann er nefndur á titilsíðu bókar-
tttnar, kom upphaflega út árið 1819 í Kaupmannahöfn en kemur nú út í nýjum búningi
tteð íslenskri orðaskrá (119 bls.) og inngangi útgefenda (32 bls.); sjálf orðabókin er
aðeins 93 bls. í þessari útgáfu. Hér verður ekki fjallað svo mikið um orðabókina sjálfa
enda fullseint að ætla sér að ritdæma bók sem kom út fyrir 173 árum heldur verður
útgáfa OH skoðuð, þ.e. inngangurinn og íslenska orðaskráin. Fyrst verður þó farið
nokkrum orðum um orðabókina og Gunnlaug sjálfan.
2.
Gunnlaugur Oddsson (1786-1835) dvaldi í Kaupmannahöfn í 15 ár við nám og störf.
Úann lauk embættisprófi í guðfræði 1821 en sá að mestu leyti fyrir sér með kennslu og
ritstörfum. Hann varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1827 og beitti sér jafnframt mjög
tfl að efla bamauppfræðslu. Gunnlaugur kom víða við í útgáfumálum; hann átti t.d. þátt
1 útgáfu á Vídalínspostillu, Fóstbræðra sögu og Laxdæla sögu og samdi að mestu leyti
ritið Almenna landaskipunarfrœði sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1821-27
(bls. ix-xii). Útgefendur segja að hann hafi verið styrkþegi Ámasjóðs á námsámnum
°g seinna verið orðaður við tvær útgáfur á íslendinga sögum (bls. x). Samkvæmt Árni
Magnússons Levned og Skrifter (bls. 228) var Gunnlaugur „enestipendiar" Ámasjóðs
riá október 1816 fram í mars 1827, þ.e. í allt að sex ár eftir að hann lauk námi og þangað
W hann tók stefnuna á ísland. Það er því ekki nema von að hann hafi verið viðriðinn
utgáfur á íslendinga sögum á ámnum 1822 og 1826 þótt aðeins önnur hafi verið á
Islenskt mál 14 (1992), 241-246. © 1992 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.