Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 245
Ritdómar
243
en Jón Indíafari hefur hins vegar sennilega gert tamílsk-íslensku orðaskrána sér til
gamans.
Hér að framan var bent á að orðabók Gunnlaugs Oddssonar mætti kalla fram-
andorðabók en útgefendur tala um erlendan orðaforða bókarinnar sem framandorð
(bls. xv). Ekki er alveg ljóst í hvaða merkingu útgefendur nota þetta orð en Gunnlaugur
sjálfur notar greinilega orðið framandi í svipaðri merkjngu ogfremmed í dönsku, þ.e.
ökunnur’, ‘óþekktur’. Gömul og viðurkennd tökuorð sem hafa aðlagast málkerfinu
(t-d. prestur) falla þá ekki undir framandorð og ekki heldur ýmis orð sem af sumum
eni álitin óæskileg nú á tímum en Gunnlaugi fannst ekkert athugavert við vegna þess
að þau voru ekki framandi, þ.e. ókunn (t.d. ske). Þótt skilgreiningar séu ekki fullljósar
ntá örugglega þýða danska orðið „fremmedordbog" með framandorðabók í samræmi
v>ð þá merkingu sem útgefendur virðast leggja í ‘framandorð’. Ef við höldum okkur
við það þá er orðabók Gunnlaugs ekki síður merkileg fyrir þá sök að hún er fyrsta og
jafnvel eina framandorðabókin sem komið hefur út á íslensku. íðorðasöfn nútímans
(°g nýyrðasöfn) eru náttúrlega að einhverju leyti framandorðabækur en í þessari bók
er einnig fengist við almennan orðaforða ekki síður en íðorð. Hins vegar er ef til vill
°fmælt að kalla hana fslenska framandorðabók vegna þess að erlendu uppflettiorðin,
sem í henni eru, voru fæst framandorð í íslensku þess tíma þótt þau væru það í dönsku
°g mörg þeirra ættu eftir að verða það í íslensku. íslenskt samfélag við upphaf 19. aldar
hafði mjög lítil kynni og not af þessum orðum þótt danskt samfélag á sama tíma hefði
það.
4.
Utgáfa OH er í alla staði vel úr garði gerð. Fremst er nokkuð ítarlegur inngangur um
Gunnlaug, ævi hans og störf, um rætur og fyrirmyndir orðabókarinnar og þýðingamar
°g íslenska orðaforðann. Þar er líka örstuttur kafli um þann vitnisburð um íslenska
málþróun og málrækt sem bókin er og svo er kafli um útgáfuna sjálfa. Að síðustu
eru nokkur orð um aðdraganda útgáfunnar og verkaskiptingu útgefenda og annarra
starfsmanna OH og ritaskrá inngangs. Þessi inngangur er eftir Jón Hilmar Jónsson,
orðabókarritstjóra, en frágangur og samræming orðabókartextans og íslensku orða-
skrárinnar er verk Þórdísar Úlfarsdóttur, en margir aðrir starfsmenn OH hafa lagt hönd
á Plóginn.
Hm innganginn er allt gott að segja. Hann virðist vandvirknislega unninn og er
greinargóður en þó sakna ég þess að ekki skuli fjallað meira um notkun orðabókarinnar
eftir að hún kom út og þau not sem íslendingar 19. aldar höfðu af henni. Útgefendur
gefa reyndar í skyn að fólk almennt hafi haft lítil not af bókinni; til þess hafi danski
orðaforðinn verið of lítill og of fáar skýringar við dönsku orðin og þeir bæta við:
þorri þess orðaforða sem hann [þ.e. Gunnlaugur] fæst þar við var fjarriþví að snerta
■slenskt málsamfélag þess tíma“ (bls. xviii). Það kemur að vísu fram að Fjölnismenn
hafi hælt Gunnlaugi fyrir góð störf í þágu málræktar (bls. xxxiii) en engu að síður
befði verið fróðlegt að fá upplýsingar um þetta atriði og eins hefði verið gaman að fá
j|Pplýsingar um fjölda prentaðra eintaka og hvemig gengið hafi að selja bókina. Var
Un er*durprentuð? Seldist hún eitthvað víðar en á íslandi, þ.e.a.s. em heimildir um að