Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 246
244
Ritdómar
útlendingar hafi keypt hana og haft not af henni? Upplýsingar um þessi atriði liggj3
sennilega ekki á lausu en það hefði gjaman mátt geta þess.
Þrátt fyrir þetta er inngangurinn um margt fróðlegur og þá ekki síst þar sem fjallað
er um íslenska orðaforðann, þ.e. þýðingar Gunnlaugs (bls. xix-xxxi), en Gunnlaugur
virðist hafa verið ærið útsjónarsamur við þýðingamar. í bókinni er náttúrlega að finna
orð úr samtímamáli en líka fommálsáhrif (t.d. Confiscatidn ‘féráns-domr’), dönsk
áhrif (t.d. Ferier ‘frísprok’) og þó nokkuð af nýyrðum sem ætla má að séu eftir hann
(t.d. Bibliomanie ‘bókgrædgi’ og Purisme ‘túngumálsvandlæti’) og önnur sem eru
örugglega eftir aðra (t.d. Orcán: ‘fellibilr’).
Útgáfa sjálfrar orðabókarinnar er þannig að haldið er rithætti Gunnlaugs að mestu
leyti þótt hann sé svolítið óreglulegur en augljósar prentvillur leiðréttar athugasemda-
laust. Jafnframt hefur notkun broddstafa verið samræmd að einhverju leyti og grein-
armerkjasetning hefur verið samræmd að verulegu leyti (bls. xxxiii-xxxiv). I fljótu
bragði virðist þessi aðferð skynsamleg.
Aftan við sjálfa orðabókina er íslensk orðaskrá. Hún er þannig úr garði gerð að
öll íslensk orð (fomöfnum, töluorðum og flestum smáorðaflokkum er þó sleppt) sem
koma fyrir sem þýðingar í orðabókinni em þama uppflettiorð og svo er vísað í erlendu
uppflettiorðin í orðabókinni sjálfri. íslensku orðin em þama höfð með nútímastafsetn-
ingu enda hefði orðið örðugra að leita í skránni ef stafsetningu Gunnlaugs hefði verið
haldið. Þessi skrá virðist vera vel unnin og er til mikils hagræðis við notkun bókarinnar
vegna þess að ekki em líkur á að fólk noti hana eins og venjulega orðabók heldur sem
heimild um nýyrðasmíð, merkingarbreytingar orða, málfar o.fl. í upphafl 19. aldar.
í orðaskránni kjósa útgefendur að vísa einungis í fyrsta uppflettiorðið í hverjum
orðbálki orðabókarinnar og þá geta komið upp sérkennilegar aðstæður eins og með
orðin afafaðir og afamóðir en við bæði er vísað til sama uppflettiorðs orðabókarinnar,
þ.e. Oldefader'. Varla hefur Gunnlaugur þýtt Oldefader með afamóðir'! Þegar flett er
upp á Oldefader í orðabókinni kemur hið sanna í ljós því að þar stendur: „Oldefader,
-moder en afa, 0mmu-fadir-módir.“ Þetta hlýtur að eiga að skilja svo að Oldefader
þýði ‘afafaðir’ og ‘ömmufaðir’ og Oldemoder þýði ‘afamóðir’ og ‘ömmumóðir’. Hér
hefði verið eðlilegra að vísa til Oldefader, -moder við afamóður en það hefði ef til vifl
getað gert sumar tilvísanimar í orðaskránni æði langar og torskildar. Skylt er þó að geta
þess að varað er við þessu misræmi í inngangi (bls. xxxiv) og það er erfitt að ímynda
sér að þetta skipti sköpum við notkun bókarinnar.
5.
í aðfaraorðum (bls. vii) að þessu fyrsta bindi Orðfrœðirita fyrri alda segir að eldn
orðabækur séu mjög gagnleg heimild um íslenskan orðaforða til viðbótar þeim textum
sem orðteknir hafa verið fyrir OH. Ekki er að efa að svo sé enda hóf OH tölvuskrán-
ingu nokkurra gamalla orðabóka til orðfræðilegra athugana fyrir nokkrum árum-
fyrmefndum aðfaraorðum stendur svo:
Við það verk kviknuðu áform um að efna til endurútgáfu á gömlum orðabókum og
hugsanlega öðmm orðfræðiritum á vegum Orðabókar Háskólans. í tengslum V1