Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 247
Ritdómar
245
útgáfumar yrði fjallað um höfunda og tilurð verkanna, svo og einkenni þeirra og
gildi fyrir íslenska mál- og orðsögu. Slíkar athuganir myndu hver um sig og ekki
síður í sameiningu geta orðið nokkurt framlag til íslenskra orðfrasðirannsókna.
Ég tel að það sé töluverður fengur að þessari bók og öðmm sem væntanlegar eru í
sömu ritröð. í fyrsta lagi eru gamlar orðabækur ómetanlegar heimildir um orðabókar-
gerð sem slíka og á ég þá við þau sígildu vandamál orðabókarhöfundarins sem felast í
að velja og hafna, greina nákvæm merkingarsvið, greina í orðflokka o.s.frv. í öðru lagi
eru tveggja mála bækur og framandorðabækur eins og bók Gunnlaugs Oddssonar góð
heimild um nýyrðasmíð og tilraunir til þýðinga af einu máli á annað. Hér má einmg
eflaust finna gömul og góð nýyrði sem hafa fallið í gleymsku en mætti dusta rykið af
og ljá nýtt líf, jafnvel nýja merkingu ef þörf krefur. í þriðja lagi er bók af þessu tagi
örugglega ágæt heimild um merkingarbreytingar sem orðið hafa og málvöndunaráhnf
síðustu alda. Nú myndi engum manni detta í hug að þýða situation með ‘afstaða’ eins
og Gunnlaugur Oddsson gerir þegar sífellt er verið að hamra á muninum á forsetning-
unum að og af. Skyldi violin vera þýtt með ‘fiól’ í nýjustu dansk-íslensku orðabókinni?
Þýðir skr0belig ekki frekar ‘hrumur’, ‘veikburða’ en ‘veikur’ nú til dags? Svona mætti
halda lengi áfram en hér verður látið staðar numið.
Þessi útgáfa er sem sagt til fyrirmyndar og eins og fram kemur f aðfaraorðunum (bls.
vii) hefur OH þegar hafið undirbúning að útgáfu tveggja annarra gamalla orðabóka og
verður fróðlegt að sjá þær bækur en þær eru orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683
(Lexicon Islandicum Sive Gothicce Runce vel Lingvce Septentrionalis Dictionarium ...)
og orðabók Bjöms Halldórssonar frá 1814 (Lexicon Islandico-Latino-Danicum ...).
Þessar bækur em þó af öðmm toga þar sem um er að ræða íslensk-erlendar orðabækur
og í framhaldi af því má spyrja hvort íslensk-latnesk orðabók Magnúsar Ólafssonar frá
1650 (Specimen Lexici Runici...) og fleiri orðabækur komi ckki líka til greina þegar
hugað verður að framhaldi á útgáfu á orðfræðiritum fyrri alda. í handritum Iiggja svo
niörg orðasöfn og jafnvel miklar ófrágengnar orðabækur frá 17., 18. og 19. öld, þar
á meðal eftir þann merka fræðimann Jón Ólafsson frá Gmnnavík, og bíða þess að
einhverjir sinni þeim og rannsaki en þessi verk hafa þó trúlega öll verið orðtekin fyrir
OH. Það skal tekið fram að ég hef ekki athugað þau og get þess vegna ekki dæmt um
gildi þeirra fyrir orðfræðirannsóknir almennt og vera má að starfsmenn OH hafi nú
þegar gert upp hug sinn varðandi þau.
Ordabók, sem inniheldr flest fágiœt, framandi og vandskilinn ord, er verda fyrir
i dpnskum bókum, færd i letr af G. O. Oddsen, Studiosus Theologiæ er fróðleg og
skemmtileg bók sem kemur ömgglega mörgum að einhverjum notum. Hún á skilið að
fá góða og umhyggjusama endurútgáfu og er óhætt að segja að vel hafi tekist til hjá
þeim Jóni Hilmari Jónssyni og Þórdísi Úlfarsdóttur.