Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 249
Réttrítunarorðabók handa grunnskólum. Ritstjóri: Baldur Jónsson. [2. prentun]
Námsgagnastofnun og íslensk málnefnd, Reykjavík, 1989.
1. Útgáfa og gerð bókar
Með stofnun íslenskrar málstöðvar 1985 var lagður grunnur að því að út yrði
gefin „hin opinbera stafsetningarorðabók lýðveldisins íslands" eins og Baldur Jónsson,
forstöðumaður málstöðvarinnar frá upphafi, komst að orði á ráðstefnu um íslenska
stafsetningu árið 1976 (Ráðstefna 1976:11), og bætti við: „Þessa orðabók þyrfti svo
að endurskoða og endurprenta á nokkurra ára fresti." Jón Aðalsteinn Jónsson (sama
rit, s. 21) tók í sama streng á ráðstefnunni og benti á fordæmi Sænsku akademíunnar,
Svenska akademiens ordlista (SAO), sem komið hefur út frá árinu 1874, síðast í elleftu
útgáfu árið 1986. Sambærilegar orðaskrár eru gefnar út á helstu þjóðtungum.
1.1 Útlit ogfrágangur
Réttritunarorðabók handa grunnskólum (RO) var gefin út árið 1989 í samvinnu
Námsgagnastofnunar og íslenskrar málstöðvar undir ritstjóm Baldurs Jónssonar. Auk
hans sátu í ritnefnd Guðmundur B. Kristmundsson yfirkennari og Sigurður Konráðsson
cand. mag. Bókin er 144 blaðsíður að stærð og hefur að geyma um 14500 flettiorð.
Allmargar teikningar eru í bókinni eftir Bjama Jónsson og Grétu Guðmundsdóttur.
Formáli, inngangur og skammstafanaskrá em á sex síðum. Tíundi hluti upplagsins er
gefinn út sem fjórða ritið í ritröð íslenskrar málnefndar, í sama broti og með sömu kápu
og önnur rit nefndarinnar, en Námsgagnastofnun gefur sinn hluta upplagsins út með
hörðum spjöldum í blárri myndskreyttri kápu. Bókin er ætluð gmnnskólanemendum
á aldrinum 10-16 ára. Á útgáfuári bókarinnar, ári málræktar, fengu öil böm í fimmta
bekk gmnnskóla bókina til eignar en aðrir verða að kaupa hana sjálfir eða treysta á að
skólinn eigi nokkur eintök í kennslustofum.
Flettiorð em rituð með 9p feitu letri, beygingardæmi með 9p grönnu letri, notkun-
ardæmi með 9p grönnu skáletri en málfræðiútskýringar með 8p grönnu letri. (Þessum
leturgerðum er haldið hér þegar vitnað er orðrétt til orðsgreina.) Letrið er fremur óhefð-
bundið orðabókarletur, a.m.k. hef ég ekki séð það á íðorðasöfnum málnefndarinnar né
öðmm orðabókum, en það lfldst mest „Century Old Style“. Það er læsilegt og áferðin
bfandi. Það fer vel í granna letrinu en verður nokkuð óreglulegt í feita letrinu, einkum
þar sem kamburinn á stafnum ‘f’ lendir yfir eftirfarandi lágstaf eða rennur saman við
punkt yfir eftirfarandi ‘i’ og ‘j’ og leggina á ‘h’, ‘k’ og T’. Merking orða er auðkennd
með einföldum gæsalöppum. Punktar, kommur, semíkommur og tvípunktar em notaðir
á hefðbundinn hátt en hvorki band í stað orðhluta né svigar. Aðgreining flettiorðs, mál-
fræðiskýringa, skyldleikaskýringa, merkingar og notkunardæma með leturbreytingum
°g merkjum sameinar margt af því besta sem ég hef séð í öðmm bókum: hún er einföld
en afar smekkvís og skýr.
Skýringar á notagildi bókarinnar er að finna í þriggja blaðsíðna löngum Inngangi.
Hann er skýrt afmarkaður með undirfyrirsögnum og skrifaður á lipru og léttu máli en
íslenskt mál 14 (1992), 247-264. © 1992 íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.