Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 250
248
Ritdómar
smæð letursins (9p) gerir hann ekki fýsilegan aflestrar fyrir böm. Til samanburðar má
geta þess að formáli að Tölvuorðasafni (1986) er með lOp letri, Barnaorðabókin (1988)
með 12p letri og algengar kennslubækur fyrir miðstig gmnnskóla em með 11-12p letri.
í dönskum orðabókum fyrir sama skólastig em skýringar stundum innan á kápusíðum,
oft myndskreyttar.
Prófarkalestur er sem vænta má afar góður (í 2. prentun). Þó hefur gleymst að feitletra
síðari valkost í rithætti nokkurra orða þegar feitletmn kemur í stað endurtekningar orðs
í sjálfstæðri orðsgrein. Svo óheppilega vill til að dæmi um feitletrun af þessu tagi í
inngangi, allskonar, er ekki feitletrað á sínum stað í bókinni. Gleymst hefur að feitletra
nafnorðið á og eina óþarfa kommu mátti finna í skýringu við afar.
1.2 Skýringar
Aldrei em fleiri en eitt flettiorð í orðsgrein. Skv. lauslegri talningu em um 250 orð
á einni opnu, þar af 100-120 án nokkurra skýringa en öðmm orðum fylgja einhverjar
skýringar eða mynd. Þessar skýringar era með ýmsu móti og reynt er að halda þeim í
algem lágmarki.
a) Orðflokkar, kyn og tala. Meginregla er að geta ekki um orðflokk nema sérstök
ástæða sé til. Þó em atviksorð og fomöfn alltaf auðkennd með orðflokksheiti. Nafnorð
em táknuð með kk., kv. eða hk. og getið um tölu ef orðið er ekki til í et.: „áfir kv. ft.“,
„áhyggja oftast í ft. áhyggjur". Regla er að geta um orðflokk eða kyn ef um samheiti
er að ræða, t.d. „bón 1 kv.“, „bón 2 hk.“ eða „horfa 1 kv.“, „horfa 2 so.“, og fylgja þá
gjaman skýringar á merkingu eða notkunardæmi.
b) Beyging. Regla er að gefa einungis nefnimynd hvers orðs. Nemandi finnur t.a.m-
ekki dýpstur í bókinni nema hann viti að nefnimynd orðsins sé djúpur. Frá þessu eru
fáeinar undantekningar, s.s. „álnir sjá alin“, „borgið sjá bjarga". Beygð em í ramma
fullum stöfum í öllum föllum og báðum tölum með og án greinis 24 nafnorð, t.d. akur,
faðir, skoðun og æður á þeim stað sem orðið kemur fyrir og vísað á þessi dæmi með
ör. Ekki er sýnd veik beyging nafnorða né vandalaus beyging, s.s. beyging orðsins
hestur. Níu lýsingarorð em beygð í ramma í öllum kynjum, tíu fomöfn og töluorð,
þ.m.t. fomafnið hvortveggi, og 31 sögn er beygð í öllum persónum og báðum tölum t
fh. og vh., þrem myndum boðháttar, Ih. nt. og lh. þt. í kk.
Regla er að sýna nf. et. í öllum kynjum af kynbeygðum fomöfnum og töluorðum, og
lýsingarorðum, nema þeim sem enda á -laus, -legur eða -óttur, og beygja allar sagnir í
kennimyndum nema þær sem enda á -aði í þt. Auk þessa em allmörg orð beygð í lmu,
t.d. nafnorðin a/in og höfuð, eða einstakar myndir þeirra gefnar, t.d. ef. et. eða ft.
fallorðum og vth. og miðmynd af sögnum. Samsett orð em iðulega ekki beygð ef fmna
má beygingu síðari hlutans í bókinni en ekki er vísað til hans.
Víða er gefin tvenns konar beyging, t.d. þátíð af sögninni ,játa játaði játað eða
játti játt“, Margréti eða Margrétu í þf. og þgf. og Höskuldar eða Höskulds í ef. Eldn
beyging er oft gefin innan sviga, t.d. þátíðin af „stíga steig (sté)“.
c) Merking og notkun. Orðum geta fylgt fems konar skýringar: eitt eða fleiri ská-
letmð notkunardæmi, samheiti innan einfaldra gæsalappa, notkunarsvið orðsins, t.d.
„plöntuheiti" eða „kvenmannsnafn", og að síðustu em nokkur orð skýrð með mynd.