Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 252
250
Ritdómar
sem eru nemendum ómetanleg hjálp við að komast í kynni við bókina og læra að nota
hana. Margir kennarar, sem notað hafa bókina og heftin, eru ánægðir með hana og telja
nemendur nota hana sér til gagns.
2. Ritstjórnarstefna
2.1 Óllk sjónarmið
Við gerð þessarar fyrstu réttritunarbókar íslenskrar málnefndar hafa mörg sjónarmið
togast á sem ritstjóm hefur vel gert sér ljóst að erfitt yrði að samræma.
í fyrsta lagi er bókinni ætlað þrenns konar hlutverk. Hún á að vera stafsetningarbók,
orðskýringarbók og beygingarfræði, allt í senn. f réttritunarbók í þrengsta skilningi eru
sem flest orð tungunnar skráð í knöppu formi og yfirleitt hvorki getið um merkingu
né notkun. Með því móti má safna í litla bók aragrúa orða. Svo dæmi sé tekið eru
í nýjustu útgáfu SAO (1986) um 120 þúsund orð á 674 blaðsíðum. Til samanburðar
hefur íslensk orðabók Menningarsjóðs (1983, hér eftir OM) að geyma um 85 þúsund
flettiorð á 1256 síðum í mun stærra broti. Sérhæfðar orðabækur með takmörkuðum
orðaforða skýra uppruna, notkun orða eða gefa samheiti. Til eru íslensk orðsifjabók
eftir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989, hér eftir ÁBM) og íslensk samheitaorðabók
(1985) en okkur skortir sérhæfða bók um orðanotkun, sambærilega við t.d. Svensk
handordbok (1970).
í öðru lagi er bókin ætluð tveimur markhópum. Hún er vitaskuld aðallega ætluð
grunnskólanemum en þar sem „hin opinbera stafsetningarorðabók lýðveldisins fslands"
er enn ósamin hefur þessi litla bók að nokkru orðið að axla hlutverk hennar. Opinberar
réttritunarbækur eða orðaskrár geyma gjaldgengan orðaforða tungunnar á hverjum
tíma og setja öðrum orðabókum fordæmi um rithátt. Með því að athuga t.a.m. SAO má
rekja feril vafasamra nýyrða og slangurorða í sænsku sem merkt eru sérstaklega í einni
útgáfu, en felld niður eða tekin í sátt í þeirri næstu sem fullgildir þegnar í orðaforða
tungunnar. Á sama hátt má fylgjast með hægfara þróun í stafsetningu einstakra orða.
Þrátt fyrir auglýsingar menntamálaráðuneytisins um stafsemingu er knýjandi þörf
á að greiða úr óvissu um hvemig rita beri ýmis orð málsins. í Reglum um frágang
þingskjala og prentun umrœðna (1988:5-30) hefur Alþingi t.a.m. séð ástæðu til að
helga ritreglum heilan kafla þar sem m.a. er fjallað um samsett orð og stóran og lítinn
staf. Ljóst er að ritnefnd RO hefur viljað láta þessa fyrstu réttritunarbók íslenskrar
málnefndar festa í sessi rithátt ýmissa orða sem skiptar skoðanir eru um.
2.2 Orðabók fyrir börn
RO er sérhæfð í tvennum skilningi: Annars vegar er hlutverk bókarinnar fyrst
og fremst að sýna réttritun orða, hins vegar er hún ætluð mjög afmörkuðum hópt-
grunnskólanemendum á aldrinum 10-16 ára, í 5.-10. bekk. Henni er ætlað að leysa
af hólmi Stafsetningarorðabók með beygingardœmum eftir Áma Þórðarson og Gunnar
Guðmundsson (1981, ÁÞ/GG) sem aðeins var ætluð grunnskólanemendum og leng1
hefur verið ófáanleg. Sú bók hafði einungis að geyma orð og beygingar þeirra en var
algerlega án skýringa og mynda. En RO er ekki réttritunarorðabók í þrengsta skilnmgi.
heldur á hún að „vísa skólafólki á réttan veg þar sem títt er að rangritun leiði af röngum