Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 254
252
Ritdómar
ræðu, fyrirtæki, félög og stofnanir sem notendur þurfa að geta skrifað rétt. En þennan
orðaforða verður að grisja mjög kerfisbundið. Sjálfgefið er að binda valið við tíðni:
að velja ekki sjaldgæf orð, fomyrði eða mállýskubundin orð nema þau hafi sérstakt
gildi í bókmenntum. í öðru lagi er ekki ástæða til að endurtaka orðstofna í reglulega
mynduðum, afleiddum eða samsettum orðum. f Dansk skoleordbog (Albertus 1987)
og GGO er t.a.m. sleppt reglulega mynduðum, afleiddum orðum, s.s. sagnamafnorð-
unum avbetaling og spisning, og samsettum orðum er sleppt nema samsemingin sjálf
sé á einhvem hátt vandasöm. Almenn regla er, bæði í nefndum skólaorðabókum, SAO
og Dansk retskrivningsordbog, að telja ekki sérstaklega atviksorð sem em samhljóma
hvomgkynsmynd lýsingarorðs. Með slíkri grisjun fullyrðir Albertus að 19 þúsund
flettiorð „[...] rigeligt dækker det almindelige daglige ordforrád" (GGO, bls. 5).
„í RO var vinsað, eftir sérstakri reglu, úr safni um 200 þúsund orðmynda sem fengnar
vom úr samfelldu lesmáli. Að öðm leyti var einkum stuðst við Stafsetningarorðabók
með beygingardœmum eftir Áma Þórðarson og Gunnar Guðmundsson (6. útg. 1981) og
Stafsetningarorðabók með skýringum eftir Halldór Halldórsson (3. útg. 1980). Síðan
var reynt að skjóta inn orðum úr yngri orðaforða, eftir því sem svigrúm og ráðrúm
leyfði“ (RO, bls. 3). Að ráði reyndra skólamanna og kennara var lögð áhersla á að ekkert
yrði útundan af algengustu orðum málsins, skv. því ráði að „öll orð séu vandrituð".
Ekki verður ráðið af formála hvers eðlis hið samfellda lesmál er, sem vinsað var
úr, né heldur er hin sérstaka regla, sem beitt var við úrvinsun, útskýrð. Þær tvær
stafsetningarorðabækur, sem RO styðst við að öðm leyti, hafa hvomgar að geyma safn
algengustu orða, heldur em orð þar valin með tilliti til stafsetningar og beygingar. Hjá
ÁÞ/GG er t.a.m. slegið saman í eina orðsgrein, s.s. til skýringar, allmörgum samstofna
orðum, ýmist reglulega afleiddum orðum eða sjaldgæfum samsetningum og í ljós
kemur að þessi orð hefur RO oft tekið upp án þess að vinna nægilega úr.
3.2 Skipan orðsgreina
í RO er höfð sú regla að aðeins eitt flettiorð sé í hverri orðsgrein. Þetta vil ég
kalla braðl með orðsgreinar og er þeim mun bagalegra sem víða er hvorki getið um
orðflokk, merkingu né notkun. í öðmm orðabókum, t.d. hjá ÁÞ/GG, HH, í áðumefndum
dönskum skólaorðabókum, svo ekki sé talað um SAO eða almennar orðabækur, er
ekki hikað við að láta samsett orð fylgja flettiorði í sömu orðsgrein. í SAO og Dansk
retskrivningsordbog er fylgt þeirri reglu að láta samsett orð fylgja því flettiorði sem
myndar fyrri lið en raða afleiddum orðum í sérstakar orðsgreinar, jafnvel þótt leiða
kunni til röskunar á stafrófsröð. Þannig kcmur fiskodling í SAO á undan fiskare. Slík
samspyrðing orða sparar rými og kemur að nokkru í stað skýringa á skyldleika.
Reglan í RO leiðir til að mnur samstofna orða, sem yfirleitt em þegnar frá ÁÞ/GG,
tvístrast í sjálfstæðum orðsgreinum þótt þau séu mynduð á fullkomlega reglulegan hátt
og ekkert skilji annað en lítil ending. Orðin glata skýringargildi sínu með því orði sem
þau stóðu með hjá ÁÞ/GG en krefjast þess í stað sjálfstæðra skýringa. Betur hefði farið
á að halda völdum afleiddum og samsettum orðum til haga sem notkunardæmum, eins
og reyndar víða er gert, en fækka orðsgreinum.
Samviskusamlega em tíunduð samstofna lýsingar- og atviksorð sem enda á -legurl-