Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 255
Ritdómar
253
lega í tveimur orðsgreinum, t.d. nauðsynlegur - nauðsynlega. í þeim dönsku og sænsku
réttritunarbókum sem mér eru tiltækar er slíkt hvergi gert. Ástæðulaust er að endurtaka
jafh augljóslega afleidd orð og nurl - nurla - nurlari, sem allt er í einni línu hjá ÁÞ/GG,
8ar8 - garga, en þeim slær HH í eina grein ásamt gargan. Orðið smygl er endurtekið
1 smygla, smyglari og smyglun (?) og í öll skiptin er ítrekað að orðið sé skylt smjúga,
smugum. Ekki er mér ljóst hvenær miðmynd sagnar er sérstakt flettiorð og hvenær
ekki. T.d. eru leita og leitast tvær orðsgreinar en ýmsar aðrar miðmyndarsagnir eru
einfaldlega skráðarsem miðmynd flettiorðsins, s.s. gerastogþrlfast. Miðmyndarsögnin
lást er flettiorð og gefið dæmi um notkun, en ekki vísað til lá þar sem sams konar dæmi
er að finna.
3-3 Val sjaldgœfra orða
Til ÁÞ/GG má rekja allmörg orð með ‘y’ sem tekin eru upp í RO ásamt samhljóða
orðum með ‘i’, sum hver svo sjaldgæf að hæpið er að nemendur muni nokkru sinni
nota þau. Dæmi\fýsi er í RO einungis skýrt með skyldleika við fús. Orðið er ekki tilfært
i OM en hjá ÁÞ/GG er það í einni orðsgrein með jysilegur og fýsn. Þó orðið ylgja sé
vandritað líkt og ylgur, sem þar á ofan er vandbeygt, á ég bágt með að ímynda mér
að unglingar muni nokkru sinni leita þeirra. A.m.k. þyrfti að skýra merkingu þeirra,
líkt og gert er við lýsingarorðið greypur. Önnur dæmi um sjaldgæf orð: bindingur (án
skýringa, í OM talið staðbundið málfar),/iygð, guðsifjar, hyldgast, hunangsseimur og
hníta. Gefin er sterk beyging sagnarinnar hníta, sem merkt er sem fomt og úrelt mál
1 OM, en ekki vísað til hinnar algengu sagnar hnýta. Hins vegar er full ástæða til að
halda inni orðunum örreytiskot og útideyfa.
Fox er kyngreint og skýrt sem ‘refur; uppstökkur maður’. Sú merking er í OM
talin fomt eða úrelt mál en hjá ÁÞ/GG er orðið í sömu línu og foxvondur, sem einnig
hefur ratað í RO þótt orðið sé hvorki hjá HH, né í OM, heldur foxillur, sem lfldega er
algengara.
Sé miðað við tíðni í daglegu tali hefðu belja og rolla átt að rata í bókina. Hins vegar
hafa þau nokkurt óorð á sér í ritmáli og hafa því hvorki ratað í eldri stafsemingarorða-
bækur né RO.
3.4 Samsett orð
Samsett orð era homreka f flestum orðabókum og segja má að notendum sé engin
vorkunn að fletta upp á hvoram lið fyrir sig þegar ekki koma upp vandkvæði á sjálfum
samskeytunum. í íslensku er samsetning orða einkum vandasöm í tveimur tilvikum:
nnars vegar er erfitt að greina stofnsamsemingu frá eignarfallssamsemingu þegar ‘s’
er á mörkum orðhluta, hinsvegar að gera upp á milli endinganna -ar í et. og -a í ft. ef
yrri 1 iður er í eignarfalli. Val á samsettum orðum í RO er því miður jafn handahófskennt
°g í öðram íslenskum orðabókum, t.d. era sjö samsett orð með skyndi að fyrri lið.
3-4.1 Stofneða eignarfall
í íslensku era engar reglur um hvenær orð eiga að vera stofnsamsett og hvenær
eignarfallssamsett nema sú að í fleirsamsettum orðum sé eignarfallssamsetning milli