Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 256
254
Ritdómar
síðasta liðar og þess næstsíðasta þótt sambærileg tvíliða orð séu stofnsamsett (Eiríkur
Rögnvaldsson 1990:37). Ari Páll Kristinsson (1991:50-51) giskar á að eignarfalls-
samsetningar séu um 80-85% en stofnsamsetningar 15-20% ef fyrri liður er ósamsett
orð, en ef fyrri liður er samsett orð eru eignarfallssamsetningar á að giska 95%. Með
samanburði við hliðstæð dæmi má stundum sjá einhverja meginreglu í samsetningum
ákveðinna orðgerða en hitt er þó algengara að stofn- og eignarfallssamsetningar skipt-
ist á í orðum af sömu gerð, t.d. f starfsheiti háls-, nef- og eyrnalœkna. Því verður að
fara mjög varlega í að halda eignarfallssamsetningu til streitu ef það brýtur í bága við
rithefð eða kallar á óþægilegri og óvenjulegri samhljóðaklasa en þörf er á.
Almenn regla er í málinu að fyrri liður felli eignarfalls-r ef stofn endar á í-i eða
ef síðari liður hefst á s-i. Má þá jafnvel líta svo á að um stofnsamsetningu sé að
ræða þótt í hliðstæðum dæmum séu notaðar eignarfallssamsetningar. Dæmi um þetta
er hreppstjóri, sbr. hreppsómagi. Reglan er þó ekki almennari en svo að málnotendur
ættu að geta fundið slík orð í réttritunarorðabók.
Ritstjóm hefur tekið þá stefnu í nokkrum orðum að halda fram eignarfallssam-
setningu sem aðalmynd, í mörgum tilvikum í trássi við almennan rithátt þeirra, t.d. í
símaskrá, eða gera hann jafnréttan rithætti án eignarfalls-s. Svo virðist sem þorri hreppa
og annarra ömefna, þar sem fyrri liður endar á -nes, hafi ratað í bókina til að festa ‘ss’
í sessi í þessum samsetningum: Árnesshreppur, Arnarnesshreppur. Ekki kemst RO þó
hjá því að viðurkenna rithátt þessara orða með einu ‘s’-i og því vandséð hvers vegna
kosta þarf svo miklu til meðan annarra algengari ömefna er ógetið. Samsett ömefni
með trjátegund að fyrri lið em yflrleitt stofnsamsett — þó ekki alltaf. í RO em talin
Reynihlíð og Reynisfjall, Víðidalur og Víðiker, sem öll em auðveld í samsetningu. Hins
vegar vantar orð þar sem síðari liður hefst á s-i, s.s. höfuðbólið Reynistað.
Talin em í bókinni nokkur orð með nám að fyrri lið: nám(s)stjóri er tvö flettiorð og
vísað á milli, en hið umdeilda orð námskrá vantar. Ritstjóm hefur hins vegar ekki treyst
sér til að stinga upp á Ihreppsstjóra og Iskipsstjóra. Kostað er tveimur orðsgreinum
á guðfrœði og guðfrœðing, sem framburður gefur skýra mynd af, en guðsþjónustu
vantar. Væri þó guðsþakkarvert að gera þjóðinni þann greiða að fella ‘s’-ið úr þessum
óþjála tungubrjót í stefnumarkandi riti á við RO — ef menn vilja á annað borð hnekkja
algengum rithætti — ekki síst þar sem orðið er „rökréttara" án ‘s’.
3.4.2 Eintala eða fleirtala
Hinn aðalvandinn við samsett orð er að gera upp á milli eignarfalls eintölu og
fleirtölu. í því tilviki er hægara um rökstuðning þar sem munur eintölu og fleirtölu er
merkingargreinandi. Sú meginregla gildir að hafa fyrri hluta í eintölu ef kostur er, og þar
með -r (Ari Páll Kristinsson 1991:49). Frekari rökstuðning fyrir þeirri reglu má finna
hjá Baldri Sigurðssyni og Steingrími Þórðarsyni (1991:18). Nokkuð gott samkomulag
ríkir um þessa reglu nema þegar fyrri hluti orðs er sagnamafnorð. í ritun slíkra orða
ríkir alger glundroði og því hefði verði full ástæða til að RO tæki fleiri dæmi og mótaði
með því ákveðna stefnu í ritun þeirra.
Algengt er að samsett orð með rannsókn að fyrri lið séu rituð ýmist með eða
án ‘r’, t.d. rannsókna(r)stofnun. Menn greinir á um hvort kenna beri stofnunina við