Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 257
Ritdómar
255
einstakar rannsóknir, því vissulega eru þar stundaðar margs konar rannsóknir, eða þá
athöfn að rannsaka. Þrennt mælir einkum með því að síðari kosturinn sé valinn. í
fyrsta lagi er nú þegar löng hefð fyrir að hafa fyrri lið í eintölu, ekki síst vegna þess
að mörg sagnamafnorð eru ekki notuð í fleirtölu í sömu merkingu, s.s. í orðunum
rcfcs/rarkostnaður og ráðgjafarstörf. í öðru lagi er einfaldara að kenna sagnamafnorð
við athöfnina sjálfa í eintölu fremur en einstakar afmarkaðar framkvæmdir í fleirtölu,
því slflc samsetning er almennari og er því „skynsamlegri" í fleiri tilvikum. Tökum
dæmi af orðum með byggingu að fyrri lið. Byggingarefni er efni til að byggja úr (et.),
en gæti líka verið efni í byggingum (ft.). Hins vegar geta byggingarvörur einungis verið
vömr til að byggja úr eða til að byggja með (et.). En e.t.v. vegur þyngst á metunum
sá smekkur manna að vilja fremur kenna það sem tengist athöfn af einhverju tagi við
athöfnina sjálfa (sögnina) fremur en einstakar afmarkaðar framkvæmdir hennar.
Samkvæmt þessu ber að líta á rannsóknarstofnun sem stofnun þar sem rannsakað
er þótt þar séu stundaðar rannsóknir, íbúðarhúsnœði sem húsnæði til að búa í þótt
þar séu margar íbúðir, tryggingarfélag sem félag til að tryggja eigur manna þótt það
bjóði tryggingar (eða tryggingu) af ýmsu tagi. Vitaskuld eru nokkrar undantekningar
frá þessari eintölureglu. Margar eru rótgrónar og auðheyrt í framburði að ‘r’-ið vantar,
t.d. í orðinu þvottavél, eða þá að samsvarandi sögn er ekki til, s.s. í handlœkningadeild.
f RO er að flnna ýmis þörf orð af þessu tagi, s.s. merkingarfrœði, rannsóknarstofu,
réttingarverkstœði og nokkur orð með byggingar- að fyrri lið, en þar vantar algeng orð
sem hefjast ífœðingar-, íbúðar-, lœkninga(r)- og tryggingar-. Ástæða hefði verið að
fylgja rannsóknarstofu eftir með fleiri dæmum af sama tagi, s.s. rannsóknarlögregla
og rannsóknarstofnun. Óþarfi finnst mér að gera kost á beygingarfrœðinni ‘r’-lausri.
Af öðrum eignarfallssamsettum orðum sem vantar í bókina vil ég aðeins telja fjöl-
brautaskóla sem nemendur rita yfirleitt með ‘r’-i.
3.5 Sérnöfn
3.5.1 Mannanöfn og ömefni
Auk almenns orðaforða em felld inn í stafrófsröð mannanöfn (úr fjölritaðri nafnaskrá
með tíðnitölum) og innlend og erlend ömefni úr kennslubók í landafræði eftir Gylfa
Má Guðbergsson og ýmsum óprentuðum skrám. Umdeilanlegt er að fella sémöfn inn í
stafrófsröð hins almenna orðaforða og verður hver og einn að meta hvað honum þykir
um það. Hins vegar má fetta fingur út í hvemig þessi sémöfn em valin og hvemig þau
eru skýrð.
Við val ömefna hafa viðhorf bændasamfélagsins ráðið því að nöfn bæja og hreppa
hafa verið tekin upp, sum hver einföld í rithætti, en ekki em tekin algeng en vandrituð
götuheiti og önnur sémöfn sem tengjast þjóðlííi á tuttugustu öld. Hefði þó verið full
ástæða til að velja sémöfn á öðmm forsendum, ekki síst þar sem liðlega 80 af hundraði
þjóðarinnar búa í þéttbýli og heiti gatna og ýmissa stofnana hafa um áratuga skeið
verið algeng í stafsetningaræfingum, og em auk þess sífelldur höfuðverkur nemenda
við afgreiðslustörf á sumrin.
Af algengum ömefnum í Reykjavík em talin Mjódd, Laugardalur og Laugarnes
en ástæða hefði verið til að skrá Laugaveg í Reykjavík og Laugarveg á Siglufirði,