Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 258
256
Ritdómar
Bergstaðastrceti, Fis(c)hersund, Hvassaleiti, Rauðarárstíg og Ægisíðu, ekki síður en
Staðarstað, Bolungarvík og Norðurárdal. Sömuleiðis hefði mátt geta um Reykjafjörð
á Homströndum ekki síður en Reykjarfjörð á Ströndum. Breiðadalsheiði er í bókinni,
enda títtnefnd í tilkynningum Vegagerðarinnar, en hvorki Breiðdalur né Breiðdalsheiði,
sem þó eru á hringveginum.
í RO eru talin allmörg ömefni sem hafa veðuráttimar Norður-, Suður-, Austur- og
Vestur- að fyrri lið: Vesturhóp, Vesturhópsvatn, Vestur-Evrópa, Vestur-Þýskaland, Aust-
urlönd og Vesturlönd. í bókina vantar hins vegar Austur-Evrópu og Austur-Þýskaland.
Fá eða engin dæmi er að finna um Nyrðri-, Syðri-, Eystri- og Vestri-. Talin em ömefn-
in Stóraborg, Stóra-Dímon, Stóra-Laxá og Stóra-Vatnshorn og nokkur dæmi em um
ömefni með forliðunum Efri- og Ytri-, en ömefni með forliðunum Innri-, Minni- og
Neðri- em fá eða vantar alveg.
3.5.2 Önnur sémöfn og ýmis álitamál
Um val annarra orða með stórum staf er það að segja að ég sakna ýmissa samsetn-
inga, s.s. Brennu-Njáls sögu og Egils sögu, sem ég veit aldrei hvort á að skrifa í einu
orði eða tveimur fremur en íslendingasögur. Á mörkum sémafna og samnafna em
ýmis orð um fyrirtæki, stofnanir og félög, sem böm hljóta að spyija um. Hvemig á
að skrifa nöfn stjómmálaflokkanna, Alþýðusambandið, alþýðusambandsþing, Félags-
dómur, hœstiréttur, málstöð, menntamálaráðuneyti, Rafmagnsveitur ríkisins, stjórn-
arráð, sundhöll, þjóðleikhús, þjóðleikhússtjóri og þjóðleikhús(s)ráð? Lesandi saknar
einnig eftirminnilegra dæma sem leiðbeint gætu um ritun orða á borð við Hólsfjalla-
hangikjöt og Mývatnssilungur.
f RO em einungis taldir flokksmenn „gömlu“ flokkanna og ósamræmi er í hvaða
aðilar atvinnulífsins komast á blað. Þar er að finna kjarasamning, launþega, verkalýðs-
félag, verka-mann, -konu, -fólk og verkfall. Hins vegar vantar vinnuveitanda, verkbann
og verkamannasamband. Kommúnisti, sósíal-ismi og -isti hafa komist í bókina en
hvorki kapítal-ismi, -isti, íhaldssemi, marxisti né jafnaðarmaður.
Af tíu almennum orðum, sem hafa kven- eða kvenna- að fyrri lið, em fjögur hlutlaus
orð: kvenfólk, kvenkyn, kvenmaður og kvennaskólv, tvö jákvæð nafnorð, notuð um
karla, kvenhylli og kvennagull og þrjú niðrandi nafnorð, notuð um konur: kvendi,
kvensa og kvensnift. Á hinn bóginn em í bókinni einungis þrjú orð, ýmist jákvæð eða
hlutlaus, sem byrja á karl-: karlkyn, karlmaður og karlmennska. Til að gæta jafnvægis
á jafnréttislínunni hefði mátt taka upp orðin karlagrobb, karlhlunkur, karlremba og
karlugla-, kvenfélag, kvenréttindi og kvennabarátta, og að skaðlausu hefði mátt láta
Kvennalista (með ‘K’ í kosningabæklingi fyrir Alþingiskosningar vorið 1991) fljóta
með.
4. Skýringar
4.1 Orðflokkur, kyn og tala
Að ráði „reyndra skólamanna" og „kennara" er ekki getið um orðflokk allra orða,
heldur einungis atviksorða og margræðra orða þar sem það „yrði til að fæla yngstu
nemenduma frá bókinni" (RO, bls. 3).