Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 259
Ritdómar
257
Þessi vinnuregla er tilraun til að sætta andstæð sjónarmið við gerð bókarinnar en
veldur aðeins ruglandi. Ekki er líklegt að notendur venji sig á að lesa og læri að þekkja
orðflokkamerkingar á stangli. Einföld skammstöfun með smáu letri fyrir orðflokk allra
orða hefði ekki þurft að trufla notendur heldur þvert á móti fest skammstafanir þeirra í
minni og vanið þá við þessa rótgrónu orðabókarhefð. Slík vinnuregla hefði ekki lengt
bókina í línum talið neitt að ráði en hefði auðveldað óhörðnuðum málnotendum að
greina á milli orða sem eru næsta lík útlits, s.s. eyra, eyri og eyrir, greitt úr glundroða
samstofna orða og gefið einhverja hugmynd um merkingu og notkun mikils fjölda
sjaldgæfra orða, sem eru alveg óskýrð. Vandalaust er að benda á að orð vanti eða finna
dæmi um orð sem skýra hefði þurft á þennan hátt. No. saga er beygt í ramma en sögnin
gleymist, sögnin há er í bókinni en samhljóma no. vantar. Orðið vaka er tvö flettiorð,
no. og so., en andvaka (no. og lo.) er án skýringa. Sykra gæti verið no. eða so. en er
aðeins sagt skylt sykur (sem ekki skýrir rithátt). Hvaða orðflokkur er aga og hvemig er
það notað? Er það forliður í lo. agalegur sem ekki er í bókinni? Ég kannast við sögnina
tröllríða en hvers konar orð er tröllriðal
4.2 Beyging
Án efa er ein sterkasta hlið bókarinnar sú rækt sem lögð hefur verið við að sýna
beygingu orða. Sýnd er beyging 74 orða í ramma en rammar þessir hafa afar misjafnt
fordæmisgildi fyrir önnur orð. Við lauslega athugun sá ég aðeins vísað til liðlega tíu
orða. Notandi tekur fljótt eftir því að oftast er vísað ífyndinn. Þá er alloft vísað í orðin
skoðun og trefill, sjaldnar í kerling, köttur og læknir og í örfáum dæmum til kunningi,
akur, nýr og blástur. Orðin dóttir, móðir og systir eru öll beygð í ramma en eðlilega
hvergi til þeirra vísað. Eitt dæmi fann ég um að vísað væri til beygingar í línu: við
orðið tré er vísað í hné. Hvergi er vísað til beygingarramma sagnorða. Sögnin snúa er
t.a.m. beygð í ramma en sagnimar núa, gróa og róa í línu án þess að vísað sé til snúa.
Ef grannt er skoðað má finna ósamræmi hér og þar, sem á þó oftast sínar gildu
skýringar. T.a.m. em orð beygð í línu (eða jafnvel í ramma) í stað þess að vísa til
beygingardæmis í ramma ef stofnsérhljóð er annað. Orðið kýr er beygt í ramma og œr
í línu en við sýr er vísað á kýr. Ekki er heldur vísað til beygingardæmis ef orð er aðeins
í einni tölu, s.s. sykur (aðeins í kk.), sem beygt er í línu, en við galdur er vísað á akur.
Eina hvomgkynsorðið sem beygt er í ramma er engi. Orðið rjóður er beygt í línu,
hreiður er óbeygt en tjóður vantar í bókina. Einungis er getið um ef. ft. við orð sem
beygjast eins og bjúga en að mínu viti hefði verið ástæða til að beygja eitt slíkt orð í
ramma og geta um kyn við hvert og eitt.
Samsett orð em yfirleitt ekki beygð og segja má að lesandi geti aflað sér upplýsingar
um beygingu með því að leita síðari hlutans. í orðabók fyrir böm hefði þó verið ástæða
til að taka upp algeng en vandbeygð samsett orð, s.s.jarðgöng, sem oft er jarðgangna í
ef. ft. í fjölmiðlum, og geta um vandritaðar beygingarmyndir algengra, samsettra orða,
eða vísa a.m.k. í beygingu síðari hluta eins og gert er við orðið áblástur en ekki við
jakobsfífill, skógarbjörn og fjölda annarra.
í beygingu em allar orðmyndir skrifaðar fullum stöfum. Álitamál er hvort slíks sé
þörf þar sem það lengir bókina nokkuð og verður dálítið vandræðalegt þegar löng