Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 260
258
Ritdómar
samsett orð eru beygð svo. Þessi háttur er hafður í orðabókum sem ætlaðar eru ungum
bömum, s.s. þeim íslensku bamaorðabókum sem nefndar hafa verið og Gjellerups
gule ordbog (Brinth og Holst 1987), sem ætluð er 3.-6. bekk, en í GGO, sem ætluð er
sama aldurshópi og RO, er jafnan notað band í stað orðstofns líkt og í orðabókum fyrir
fullorðna.
Mikill fengur er að upplýsingum RO um eldri beygingu og ýmis tilbrigði í nútíma-
máli, einkum beygingu mannanafna. Þó hefði undirritaður kosið að lengra hefði verið
gengið í frjálsræðisátt í einstökum orðum. Gefið er ef. et. fjölmargra karlkynsorða,
einkum mannanafna, þar sem kostur er á fleiri en einni mynd, t.d. Höskuldar og -s,
Þorvarðar og -s. Hins vegar er RO ekki jafn frjálslynd í nöfnunum Haraldur og Þor-
valdur þar sem -s er eina viðurkennda endingin í ef. et. Af orðinu gler er einungis
gefinn kostur á glerum, glera en flestir trúi ég hafi þar ‘j’ líkt og notkunardæmi í
OM. Viðurkenna mætti brottfall sérhljóða í þgf. og ef. ft. á undan greini í stránum og
stránna, þótt sérhljóð falli ekki brott þegar orðin em beygð án greinis.
Mjög þarft er að sýna ef. ft. þeirra kvenkynsorða sem bæta við sig n-viðskeyti, en
hæpið er að halda því til streitu í orðum s.s. perla, prósenta, sessa, skrýtla og skupla,
sem mjög örðugt er að bera fram þannig, enda iðulega notuð ‘n’-laus.
Fylgt er þeirri reglu að beygja mannanöfn ef minnsta hætta er á rangri beygingu,
t.d. em nöfnin Díana og Marta beygð þótt u-hljóðvarp í stofni þessara orða sé lítið
vandamál. Hins vegar sleppa mörg vandbeygð ömefni, s.s. Akranes, Akureyri, Alsír,
Maríuhöfn og Prag. Þetta er nokkuð bagalegt þar sem ein algengasta beygingarvilla
meðal skólabama er að sleppa -ar eignarfallsendingu kvenkynsorða og segja: *til
Akureyri, Hamborg og Raufarhöfn ekki síður en *til Hrönn, Björg og Berglindu.
Ástæða hefði verið til að minna á ef. Akraness eða vísa á beygingu orðanna nes og
eyri þar sem eljusamur notandi hefði fundið rétta beygingu — en við orðið höfn hefði
hann gripið í tómt. Fyllilega verðskuldað er að beygja Dyflinn, en þar hefði verið til
bóta eins og víðar að geta um kyn.
Stefna bókarinnar er að taka ekki upp heiti fyrirtækja, svo vandbeygð sem þau em,
t.d. Eimskip og Hagkaup, og dugar ekki um það að fást.
4.3 Aðrar skýringar
Oft dugar eitt af þrennu: skýring á merkingu, notkun eða tilvísun í skylt orð. Vísun í
skylt orð eða notkunardæmi getur verið alveg jafn góð skýring á merkingu og samheiti,
og notkunardæmi getur skýrt stafsetningu á sama hátt og vísun í skylt orð. Það má því
oft spara rými með því að láta eina skýringu duga. Ritstjóm hefur víða lánast að rata
hinn gullna meðalveg í formi skýringa, þegar orð em á annað borð skýrð. Þótt reynt sé
að fylgja einhverri reglu um skýringar má benda á dæmi um ójafnvægi og ósamrænu
í umfangi þeirra þannig að notendur geta ekki alltaf treyst því að finna sams konar
upplýsingar.
4.3.1 Merking, beyging og notkun
í RO er föst regla að skýra merkingu eða notkun margræðra orða. Nokkur keimlík
orð, sem mglast geta í einstökum beygingarmyndum, em og skýrð, s.s. drjúpa og