Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 262
260
Ritdómar
stingur nokkuð í stúf að sjá hversdagsleg notkunardæmi með algengum orðum, s.s.
með bí, góður, og og um. Vel má vera nytsamt að vita að bí er ritað í tveimur orðum
í bí bí og blaka en orðið sei-sei með bandi, en þá hefði ekki síður verið æskilegt að
upplýsa hvemig rita skuli málkæk Islendinga: já-já, nei-nei og bless-bless.
Dæmi eru um að skýringar á merkingu og notkun haldist ekki í hendur. Við orðið
sleita er gefin ft. sleitur, án þess að getið sé um kyn, og það útskýrt með ‘svik’ en ekki
er ljóst hvemig sú merking tengist notkunardæminu drekka við sleitur. Annað dæmi
um misræmi af þessu tagi er „sifjar kv. ft. ‘tengdir, frændsemi’: búsifjar“.
4.3.2 Skyldleiki
Betri skyldleikaskýringar mættu vera víðar. Dæmi: olnboga má tengja við alin,
byttu og blekbyttu við botn og no. bytna, sem til er í merkingunni ’bytta’, en er í RO
aðeins talin so., ‘setja botn í’. Engin skýring er við no. djúpsæi og lo. djúpsær þótt
merking djúpsævis komi fram og skyldleiki við sæ. Skýra hefði þurft ritun samhljóða í
orðunum afrendur, blygð, byggð, hryggð, skemmtun og stórfelldur ekki síður en tvítaka
skyldleikann við skammur í skammlífi og skammlífur, hvort tveggja reglulega mynduð
samsett orð þar sem tvöfaldur samhljóði heyrist allvel (skýringin við skemmst þyrfti
athugunar við í næstu prentun). Skýrð er merking orðsins snurða og gefið dæmi um
notkun en ekki bent á skyldleika við snöru (ÁBM).
Þegar skýrð er ritun ‘y/i’, ‘ý/í’ eða ‘ey/ei’ í orði þarf gjaman að grípa til annarrar
eða þriðju kennimyndar af sögn. Slíkt er oft gert (sbr. ymur hér að ofan) en mætti gera
víðar, t.d. við ósleitilega. Það er sagt skylt sleita (sem fáir skilja) og slíta. Betra hefði
verið að segja: „skylt slíta sleit“. Ferskeytla er sögð skyld skaut (konu?) þar sem betra
hefði verið að segja: „skylt skjóta skaut“ (og e.t.v. skeyta).
Dæmi era um skyldleikaskýringar sem ekki skýra rithátt nema að litlu leyti eða eru
beinlínis óþarfar, t.d. er „afþreying skylt þreyja", „syfjulegur skylt syfja“ og „skrykkj-
óttur skylt skrykkur“. Skrykkur skýrir að vísu tvöfaldan samhljóða en betra hefði verið
að vísa einnig til skrukku eins og ÁBM.
4.3.3 Annað
Regla er að skýra samhljóða mannsnafn og samnafn, t.d. báru og Báru. Þessi regla
gildir hins vegar ekki um ömefni, s.s. orðin vík/Vík og kjölur/Kjölur þótt henni sé beitt á
seylu/Seylu, og er spuming í hvora átt á að samræma. Sjálfum finnst mér töluvert bruðl
með pláss að skrifa fullum stöfum að mannanöfn séu karlmanns- eða kvenmannsnöfn,
að Signa sé árheiti í Frakklandi og Þyrnirós nafn á stúlku í ævintýri. Notendum kæmi
öragglega mun betur að vita í hvaða landi ömefni era, landshluta eða sýslu. Slíkar
upplýsingar má hæglega skammstafa og ættu þær því ekki að lengja bókina að marki.
Benda má á nokkur frekari dæmi um hvemig auka mætti í skýringum eða velja aðra
leið. Sögnin verpa er tvö flettiorð en dæmi um notkunina blaðið verptist hefði þurft
að fylgja og einhver ábending um skyldleika við varpa 2. Nafnorðið varpa 1 er sagt
síðari hluti í myndvarpa, sem ég hef aldrei heyrt nema sem karlkynsorð, en botnvarpa
er ekki nefnd. Kvenkynsorðið heiði er beygt í öllum föllum et. og ft. en ekki er minnst