Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 264
262
Ritdómar
rithátt. Á sama hátt mælir RO með snipsi og hæpnum skyldleika við snepil en HH
gefur snifsi. RO gengur þó ekki svo langt að rita snyfsi, sem er aðalmynd í OM. Gefinn
er kostur á peisu og peysu þar sem venja er að rita ‘ey’ en skrýtla er ekki gefin með ‘í’
þótt HH og OM geri svo. Uppruni orðsins er óljós og mætti ugglaust vinna ‘í’ fylgi,
lflct og reynt hefur verið í ömefninu Kípur (sjá Baldur Jónsson 1988). Hæpið er að gefa
kost á dýsœtur. HH skýrir dý- sem áhersluforskeyti í sænsku, dyvát en hæpið er að sú
áhersla færist yfir á annað en það sem blautt er, sbr. að fáir tala um glænýtt kjöt. ÁBM
stingur upp á skyldleika við dönsku die, ‘gefa að sjúga, totta, mylkja’, skylt dilkur. Sú
skýring er mun lfldegri enda móðurmjólkin dísæt svosem kunnugt er.
Skáld og rithöfundar tíðka mjög að rita ýmis föst sambönd smáorða í einu lagi.
RO er allfastheldin á rithátt í tveimur orðum, leyfir t.d. aðeins að rita í einu orði
þau sambönd sem enda á -konar, -kyn og -megin en bannar einsog, hinsvegar, semsé,
þessháttar og allan þann flokk smáorðasambanda sem Þórbergur Þórðarson (1941)
vildi rita ýmist í einu orði eða tveimur eftir merkingu, s.s. afturfyrir og yfirum. Það
stingur því svolítið í stúf að sjá þvíumlíkur sem eitt orð, og að gefinn skuli kostur á
smámsaman og seginsaga, sem RO hefur frá HH en er hvorki að finna hjá ÁÞ/GG né
ÍOM.
6. Lokaorð
Helstu kostir bókarinnar er hversu einföld og skýr framsetning hennar og uppsetning
er. Frjálsræði í formi skýringa er yfirleitt vel nýtt til að skýra merkingu eða málfræðilega
eiginleika í knöppu formi, sýna notkun eða benda á skyldleika, og leturbreytingar
þjóna hlutverki sínu prýðilega í þessu samhengi. Skýringar ættu að vera auðskildar
nemendum frá tíu ára aldri því yfirleitt er ekki seilst til fomyrða eða erlendra mála þótt
það sé mikil freisting hinum lærðari mönnum. Langsóttar skýringar hafa ekkert gildi
fyrir þann sem ekki skilur þær og eru frekar til bölvunar í námi.
Helstu ókostir bókarinnar eru ójafnvægi og ósamræmi í orðaforða og skýringum.
Forði algengustu orða er ekki skipulega grisjaður svo allmörg algeng orð lenda óhjá-
kvæmilega utangarðs, einkum kemur þetta niður á samsettum orðum og orðum sem
tengjast mannlífi á íslandi á 20. öld. Á hinn bóginn eru tekin með orð sem ólfldegt
er að nemendur þurfi að grípa til. Skýringar eru víða ítarlegar en annars staðar engar,
og munar þar mestu um að ekki er regla að geta um orðflokk. Lesandi getur því ekki
treyst því að finna þau orð sem hann þarf á að halda og hann getur heldur ekki gengið
að ákveðnum lágmarksskýringum vísum.
HEIMILDIR
Albertus, Flemming. 1987. Dansk skoleordbog. Retskrivnings ogfremmedordbog (eftir
Vilh. Ludvigsen). 29. útg. Gjellerup og Gad, Köbenhavn.
—. 1988. Gjellerups grönne ordbog. 3. útg. Gjellerup og Gad, Köbenhavn.
Ari Páll Kristinsson. 1991. Leiðbeiningar um orðmyndun handa orðanefndum. Drög