Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 2
2
i: I N I N Q
Dr. Jalmar Furuskog flytur rssðu við opnun hástúkuþingsins
í Blasieholmskirlcju.
og hefur verið æðsti maður alþjóðareglu
Góðtemplara um allmörg ár.
Síðar um daginn var veitt hástúku-
stigið og tóku það 643. Þá voru og flutt-
ar kveðjur frá hinum ýmsu stórstúkum.
Kl. 7,30 um kvöldið fór fram mjög við-
hafnarmikil móttökusamkomu í hinni
konunglegu Tennishöll. Þar gat setið
við borð yfir þúsund manns á sjálfum
gólffletinum, en upp frá honum voru
svo 12 upphækkaðar bekkjaraðir í þess-
um geysivíðu salarkynnum, en upp yfir
hvelfdist glerhiminn. Mikill mannfjöldi
var þarna saman kominn og margt til
skemmtunar. Þar söng hinn fjölmenni
templarakór, þar lék hljómsveit frá flota
Hans hátignar konungsins, menn frá
ýmsum löndum fluttu stuttar ræður,
þjóðdansar voru sýndir o. fl. Allmikla
athygli vakti norski söngkórinn frá
Oslo, er hann gekk skipulega undir fögr-
um fánum inn á sjónarsviðið og söng
svo að allir hlustuðu hugfangnir. Veit-
ingar voru, en mjög óþægilega heitt í
salnum, því að hitar gengu þessa dag-
ana. En öll var samkoman svipmikil og
ánægjuleg.
Sunnud. 6. júlí kl. 11 var gengið til
Stórkirkjunnar og hlýtt messu. Einna
mikilfenglegast þykir mér jafnan að
hlusta á orgelhljómana í þessum stóru
kirkjum og samkomuhúsum, en auk þess
eru þessar kirkjur vanalega mikil mann-
virki og listaverk. Ef menn með íslenzku
tímakaupi iðnaðarmanna um þessar
mundir ættu að smíða stóla eins og sæti
konungshjónanna í Stórkirkjunni í
Stokkhólmi, þá yrðu það dýr sæti. En
líklega mundi enginn nútímamaður
leggja í að gera slík furðuverk.
Næstu dagana voru svo þingfundir
haldnir í miklu samkomuhúsi, sem heitir
Medborgarhuset. Sumir gestir og full-
trúar þingsins voru komnir langt að,
ýmist frá Californíu og öðrum stöðum
í Ameríku eða Indlandi og hinum fjar-
lægustu löndum. Fulltrúum frá Þýzka-
landi hafði verið margneitað um farar-
leyfi og hafði þó mikið verið gert til
þess að greiða götu þeirra, það er að
segja frá vesturhluta Þýzkalands, um
annað var auðvitað ekki að ræða. Að
síðustu fór þó svo, að þeir komust til
þingsins, en ekki fyrr en mjög var á
það liðið.
Allmikið var rætt á þinginu um siða-
kerfi og skipulag Reglunnar. Voru menn
þar ekki á eitt sáttir. Svíar, Hollend-
ingar og miklu fleiri eru fylgjandi mikl-
um breytingum og afnámi mikils hluta
siðastarfsins, en Norðmenn eru mjög á
móti þeim og svo er um fleiri þjóðir, þar
á meðal Islendinga, og var víst fulltrúi
Stórstúku íslands, séra Kristinn Stef-
ánsson, eini þingfulltrúinn, sem greiddi
atkvæði á móti þeirri tillögu, sem sam-
þykkt var, að leggja það að mestu leyti
í vald hverrar stórstúku, hvaða breyt-
ingar þær vildu framkvæma á þessu
sviði, þó skyldi það vera bráðabirgða-
tilraunir, en ekki gilda sem lög alþjóða-
reglunnar, fyrr en nánar væri frá því
máli gengið. Svíar hafa gert Góðtempl-
araregluna hjá sér að þjóðarhreyfingu
og er Reglan því mjög f jölmenn og sterk
í Svíþjóð, en þeir hafa lagt til hliðar
töluvert af viðhafnarbúningi hennar.
Ekki er mér enn ljóst, hver niður-
staðan kann að verða hjá þeim, hvort *
þeir bjarga málstaðnum með því að
fórna umbúðunum að mestu, eða hvort
kjarninn visnar á sínum tíma, rúinn
skjóli erfðavenjanna. Þetta er vanda-
mál, sem reynslan ein leysir.
Á þinginu var kjörinn nýr hátemplar,
Ruben Wagnsson. Oscar Olsson gaf ^
ekki kost á sér að þessu sinni, og hefur
líka náð háum aldri. Honum var sýnd
öll virðing og mikil viðurkenning fyrir
hans mikla starf og góða forustu. Tutt-
ugu og tvö þúsund krónur höfðu safn-
azt í sjóð, er vera skyldi einskonar af-
mælisgjöf til hans, en sjóðnum skyldi
varið til að styrkja fulltrúa frá þeim
löndum, sem gjaldeyrisskorturinn lægi ^
þyngst á. Sem betur fer, vorum við ís-
lendingarnir ekki í þeim hópi, þótt
þröngt sé nú um erlendan gjaldeyri hjá
okkur líka.
I sambandi við þingið var mikið um
skemmtiferðir og veizluhöld. Frægasta
má sjálfsagt nefna miðdagsveizlu bæj-
arstjórnar Stokkhólmsborgar miðviku-
daginn 9. júlí í hinum mikla, gullna
sal ráðhússins. Það var fjölmennt og i
veglegt samsæti. Við vorum tvívegis í
veizlu hjá bæjarstjórninni í þessum
veglegu salarkynnum. I síðara skiptið
í sambandi við Norræna bindindisþingið.
Ráðhúsið allt er hið mesta mannvirki
og listaverk. Slík verk verða menn að
sjá, hið fátæklega tungumál manna get-
ur ekki lýst þeim. Sagt er að gullni
salurinn sé klæddur innan með 19 millj- f
ónum smárra glerflísa í öllum verald-
arinnar litum — mósaik. Allur glóir
hann og glitrar, og með þessari inn-
lagningu og litauðgi eru framleidd í
salum um alla veggi hans alls konar
myndir af mönnum, dýrum, hlutum frá
stórborgum og heimsálfum, svo að allt
verður það mikil þjóðarsaga og jafnvel
brot úr mannkynssögu. Áfast við þenn-
an frábæra sal er annar geysimikill, *
og er þar enn hærra til lofts. Þar upp