Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 7
f
E I N I N G
7
Jón Helgason
premíari, sjöfugur
t Jón Helgason prentari átti sjötugs-
afmæli 24. maí s. 1. Hann er fæddur
árið 1877 að Grundarstekk á Beru-
fjarðarströnd, Suður-Múlasýslu, fluttist
til Reykjavíkur 1896, lærði prentiðnina
í Félagsprentsmiðjunni hjá Halldóri
Þórðarsyni, fór svo til Noregs og stund-
aði um þriggja ára skeið nám við lýð-
háskóla. Þegar hann kom heim, gerðist
hann einn af stofnendum prentsmiðj-
unnar Gutenbergs og vann þar um
skeið. Prentsmiðju hefur hann sjálfur
haft á núverandi stað, Bergstaðastræti
24, síðan 1925. Hann hefur gefið út
Heimilisblaöið síðan 1912 og Ljósberann
síðan 1921, annast sjálfur ritstjórn og
útgáfu blaðanna að öllu leyti, en gefið
auk þess út fjöldamörg rit og bækur.
Má þar á meðal nefna vinsælar bækur,
k svo sem Hallgrímskver, Passíusálma,
Ævisögu Abrahams Lincoln, merka
bók, og fleira.
I Reglu Góðtemplara gekk Jón Helga-
son 17. nóvember 1897. Hann hefur
starfað sérstaklega mikið í barnastúk-
um, verið oft gæzlumaður þeirra, bæði
í Hafnarfirði, á Eyrarbakka og hér í
Reykjavík. Hann hefur verið styrktar-
félagi barnastúkunnar Svövu í Reykja-
vík síðan á jólum 1898 og starfað mikið
í henni og s. 1. ár var hann aðalgæzlu-
maður stúkunnar. Einnig hefur hann
starfað og kennt við sunnudagaskóla
bæði í K. F. U. M. og Bethaníu um 30
ára skeið samanlagt. Hann hefur tekið
flest öll stig Reglunnar og verið trú-
fastur hinum góðu málefnum, bindindis-
^ starfinu og kristindómi. Hann er heið-
ursfélagi barnast. Svövu, st. Framtíðin
og Umdæmisstúkunnar nr. 1.
Jón Helgason er maður grandvar og
prúður. Hann vill láta gott eitt af öllu
starfi sínu leiða og ganga dyggðanna
veg í drottins nafni.
Guðrúnu Runólfsdóttur og eru börn
þeirra: Júlíana listmálari í Kaupmanna-
höfn, Sigurveig, Ársæll útgerðarmaður
og Sigurður bílstjóri, öll í Vestmanna-
eyjum, og Sveinn forstjóri Völundar
í Revkjavík.
Framh. á bls. 9
Hallbjörn E. Oddsson
áftræður
Einn af beztu stuðningsmönnum Ein-
ingar, útsölu- og innheimtumaður henn-
ar á Akranesi, Hallbjörn E. Oddsson,
varð áttræður 29. júní s. 1. Þrátt fyrir
þann aldur, er hann enn hraustur, karl-
mannlegur og búinn furðumiklu stai’fs-
þreki. Hann á kyn sitt að rekja til dugn-
aðarmanna. Hann er sonur séra Odds
Hallgrímssonar prests í Görðum á Akra-
nesi, Jónssonar, Magnússonar, en Magn-
ús var bróðir Skúla fógeta. Móðir hans
var Valgerður Kr. Sig. Benjamínsdótt-
ir, Björnssonar, Stefánssonar frá Dag-
verðarnesi á Fellsströnd, en kona
Björns (amma Hallbjörns) var Sigríður
Sigmundsdóttir, Magnússonar, Ketils-
sonar, sýslumanns í Bíldudal, en Magnús
var kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur,
systur Skúla fógeta.
Hallbjörn er fæddur árið 1867 að Lang-
eyjarnesi á Skarðsströnd. Árið 1887
kvæntist hann Sigrúnu Sigurðardóttur,
og settu þau bú í Arnarfirði, en flutt-
ust 1928 á Akranes. Þar dó Sigrún 9.
febr. 1934. Áður en þau fluttu á Akra-
nes höfðu þau búið um langt skeið ým-
ist í Tálknafirði eða Súgandafirði. Þeim
hjónum varð 12 barna auðið. Eitt þeirra
misstu þau í bernsku, en f jögur dóu upp-
komin.
Hallbjörn hefur fengizt við margvísleg
störf allt frá 15 ára aldri, stundað sjó-
mennsku á árabátum, skútum, vélskip-
um. Hann hefur verið utanbúðarmaður,
verkstjóri, barnakennari og ýmislegt
fleira. Hann hefur mikla lífsreynslu að
baki sér, og hefur honum oft gefizt færi
á að sjá, hvað leiðir til farsældar og
hvað ekki. Hann hefur tekið jákvæða
afstöðu til hinna góðu málefna. Hann
ann kirkju og kristni og er heill og
óskiptur bindindismaður, góður félagi
Góðtemplarareglunnar og mjög áhuga-
samur enn í dag.
Hann er drengskapar- og dugnaðar-
maður, sannur Islendingur.
Jón Guðnason
fisksali, sjötugur
Jón Guðnason fisksali varð 70 ára 27.
maí s. 1. Hann er fæddur að Laugar-
dælum, Árnessýslu, árið 1877, fluttist
til Reykjavíkur 1921, stundaði sjó-
mennsku og tók svo til við fisksölu í
bænum og hefur fengizt við hana um
28 ára skeið. Hann kom upp fiskhöll
Reykjavíkur 1939. Hann var fyrsti
hvatamaður að stofnun Sjómannafélags
Reykjavíkur, sem var stofnað 23. októ-
ber 1915, hefur verið í félaginu alla tíð
síðan og er nú heiðursfélagi þess. I
fulltrúaráði verklýðsfélaganna hefur
hann verið um 30 ár.
Góðtemplari gerðist Jón Guðnason
árið 1901, gekk þá í stúkuna Hlín, en
1904 var hann einn af stofnendum
stúkunnar Víkings, stofnendur voru 83
og er Jón sá eini, sem eftir er af þeim
og verið hefur í stúkunni alla tíð frá
upphafi hennar. Umboðsmaður stór-
templars hefur hann verið í stúkunni í
14 ár og jafnan verið tryggur og góður
stuðningsmaður hennar. Hann er nú
heiðursfélagi stúku sinnar. Öll fjöl-
skylda Jóns, kona og börn, eru templ-
arar. Sonur hans, Björgvin fisksali, er
nú æðstitemplar stúkunnar Víkings. Jón
hefur tekið öll stig Reglunnar.
Jón Guðnason er þekktur maður og
vinmargur hér í bæ. Kom þetta glöggt
í Ijós á sjötugsafmæli hans. Var þá
mannmargt á heimili þeirra hjóna og
Jóni færðar góðar gjafir. Hann er í röð
þeirra manna, sem bezt gagna landi sínu
með nytsömum störfum, drengskap í
hvívetna og fullkominni hollustu við
hin góðu málefni.
Friður
Hver veit, hvort þjóðirnar á þessu
sílága siðferðisstigi, sem við lifum á,
eru ekki sem kallaðar til að vaka yfir
sér og æfa sig til tryggingar svefni og
rotnun? Heimsfriðurinn kemur, þegar
heimurinn er orðinn verður hans. Eins
og nú stendur á, mundi hann að líkind-
um ekki verða til annars en að flýta
fyrir almennri hnignun.
C. Wagner. — Manndað.