Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 1

Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 1
r 5. árg. Reykjavík, ágúst 1947. 8. tbl. Alþjóðaþing Góðtemplara í Stokkhólmi Við fórum þrír, séra Kristinn Stef- ánsson, Brynleifur Tobiasson yfirkenn- ari og undirritaður, til Stokkhólms til þess að sitja alþjóðaþing Góðtemplara og um leið hið 17. Norræna bindindis- ^ þing. Bæði voru þessi þing fjölsótt og mjög markverð að ýmsu leyti, en sam- fara þeim var og mikil viðhöfn og mót- tökurnar allar af Svíanna hálfu frábær- lega rausnarlegar. Frá þessu verður nú ekki sagt nema lítilsháttar að þessu sinni, en blaðið mun reyna að gera þingum þessum frekari skil, eftir því sem hentugleikar leyfa. ^ Ferðafélagar mínir eru enn báðir er- lendis, þegar blaðið er búið til prent- unar, en Brynleifur Tobiasson hefur lof- að að skrifa fyrir blaðið um Norræna bindindisþingið. Hann hefur verið lengi í miðstjórn þess og mætti að þessu sinni sem fulltrúi íslands og ríkisstjórnarinn- ar, hafði og umboð til þess að bjóða þinginu heim til Islands 1950. Þetta vakti mikla eftirtekt hjá þingheimi, eft- irgrenslanir og spurningar hjá mörgum, en fyrir okkur hér heima verður þetta merkisviðburður, en líka vandi og mikil fyrirhöfn að taka á móti þinginu með myndarskap og sæmd. Alþjóðaþingið, eða hástúkuþingið, er við oft nefnum svo, hófst laugard. 5. júlí kl. 10 árdegis í Blasieholms-kirkjunni í Stokkhólmi, en þar eru salarkynni mik- il, þrílyft, víð og há. Kirkjan var fagur- lega skreytt fánum margra landa. Við opnunina voru samankonmir um 3000, þar af 500 erlendir gestir og fulltrúar. En alls munu hafa verið um 7000 þátt- takendur þennan fyrsta dag þingsins. Stórtemplar Svía, Ruben Wagnsson, opnaði þingið með stuttu ávarpi og bauð gesti velkomna. Viðstaddir voru ýmsir háttsettir menn Svía, þar á meðal biskup Stokkhólms, Manfred Björkqvist og for- sætisráðherrann, Tage Erlander. Fyrir framan altarið sat 38 manna hljómsveit frá kapellu konungshallarinnar og hljómsveit borgarinnar, en voldugur templarakór var einnig til aðstoðar og virtist mér sem þar mundi vera tölu- vert á annað hundrað manns. Músik og söngur var því mikill. Hátemplar, Oscar Olsson, flutti að- alopnunarræðuna og fengu þingmenn hana sérprentaða. Verður hennar getið síðar. Þá flutti forsætisráðherrann ræðu og bauð, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þingmenn velkomna til staðarins. Um leið sæmdi hann þrjá menn heiðurs- merkjum, Karl Blomgren og Jalmar Furuskog konunglegum heiðursmerkj- um, en hátemplar, Oscar Olsson, fékk heiðursmerki, sem af bar og aðeins fáir Svíar hafa hlotið áður. Það sá ég kallað „Illis quorum“. Oscar Olsson átti ein- mitt 70 ára afmæli daginn áður, hann hefur verið um langt skeið þingmaður Svía, en auk þess duglegur menningar- frömuður, áhrifamikill í félagsmálum Gefstir og fulltrúar háatúkuþingsins ú tröppum Meðborgarhúxsins í Stokkhólmi. V

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.