Eining - 01.08.1947, Qupperneq 6

Eining - 01.08.1947, Qupperneq 6
E I N I N G \ Oscar Olsson Kvölclið áður en hástúkuþingið átti að hefjast, vorum við um 70 manns í boði hjá þáverandi hátemplar, Oscar Olsson. Hann hélt gestum sínum ríkmannlega miðdagsveizlu á veitingahúsinu í Djurs- holm, en á þeim stað er heimili hans. Frá þessu veitingahúsi er mjög fögur útsýn, og var þar skemmtilegur veizlu- staður. Oscar Olsson er kátur og félagslyndur maður í svo ríkum mæli, að aldur hans hverfur bak við slíka og fleiri mann- kosti. Hann setti þær veizlureglur, er hann bauð gesti velkomna, að ekki mætti skála og engar borðræður flytja, aðeins stórtemplar Svía, Ruben Wagnsson, sagðist hann ekki þora að banna orðið, því í raun og veru væri hann að þessu sinni yfirmaður sinn. Og Ruben Wagns- son var eini maðurinn, sem fékk að mæla fyrir minn afmælisbarnsins. Oscar Olsson sjötugur hjá afmælis- gjöf frá Góðtemplurum, listaverki eftir Cliristian Ericsson myndhöggv- ara. Það heitir: Bogaskyttan. Oscar Olsson er svo mikill athafna- maður á sviði framfara, félagsmála og menningar, að hann verður meira en aðeins siðbótarmaður hjá sinni eigin hátemplar, sjötugur þjóð. Hann markar spor í mannkyns- söguna sjálfa. Námshringakerfið, sem hann manna mest hefur byggt upp í Svíþjóð, verður að teljast viðburður á mannkynssögumæiikvarða. í stjórnmál- um hefur hann verið alþýðuflokksmaður — Demokrat, í menntamálum kennari og brautryðjandi, og hann hefur verið afkastamikill í bindindisstarfinu. Hann hefur sem sagt viljað lyfta mönnum upp á hærra svið, lyfta þeim í félags- og mannréttindamálum og bæta kjör hinna afskiptu; lyfta mönnum á hærra menningarsfig, auka þekkingu þeirra og vinna gegn fáfræði. Og hann hefur vilj- að lyfta þeim upp frá niðurlægingunni mestu, áfengisbölinu, brjóta allar slíkar viðjar og gera menn frjálsa og algáða — drottnara en ekki þræla. Að þessu hefur hann stefnt markvisst að þremur leiðum og orðið mikið ágengt. Laust eftir síðustu aldamót stofnaði hann fyrstu námshringana innan Góð- templarareglunnar, 1904 varð hann leiðtogi ungra jafnaðarmanna, og þing- maður — riksdagsmaður — hefur hann verið áratugum saman. Hann var kos- inn til landsþingsins 1913. Stúdent varð hann árið 1897 og fil. kand. 1899. — Skömmu síðar tók hann til við kennslu- starfið og varð menntaskólakennari. 1930 varð hann æðsti maður alþjóða- reglu Góðtemplara og hefur verið það síðan. Svíar hafa sjálfir sagt um hann, að hann hafi haft meiri áhrif til fram- fara á menningarlíf í landinu en flestir aðrir menn. Hann ber því kórónu ald- ursins, gráu hárin og milda, ljósa skegg- ið, með hinni mestu sæmd og prýði. Oscar Olsson hefur ekki ætíð verið öllum samherjum sínum sammála um allt og þeir ekki honum, en hann er drengilegur og skemmtilegur andstæð- ingur, sem lætur góðvild og bróður- hyggju alltaf bera hærri hlut. Pétur Sigurösson. Sveinra Jónsson trésmiðameistari * Hann lézt 13. maí s. 1. Með Sveini Jónssyni er héðan genginn mjög merkur borgari Reykjavíkur og einn elzti og traustasti maður Góðtemplarareglunn- ar á fslandi. Hann fæddist 19. apríl 1862 að Stein- 4 um undir Eyjafjöllum, lærði ungur tré- smíði og varð einn af umsvifamestu byggingameisturum Reykjavíkurbæjar. Þóttu hús þau, er hann reisti, bæði stíl- fögur og vönduð að öllum frágangi. Sveinn Jónsson gekk ungur í Reglu Góðtemplara, var einn af stofnendum stúkunnar Verðandi nr. 9 og var félagi hennar til dauðadags. Hann hafði þann- , ig verið starfandi templari yfir 60 ár, og var heiðursfélagi stúku sinnar og Stórstúku fslands. Dugnaður háns og stöðuglyndi sem baráttumanns bindindismálsins var mjög til fyrirmyndar. Vil ég nefna í sambandi við það aðeins tvö atriði: Fyrir mörgum árum var Reglan í all- stórri skuld sökum baráttu hennar fyrir banni og bindindi. Hittust þeir þá ♦ Sveinn Jónsson, Pétur Halldórsson fyrrv. borgarstjóri og Þórður Bjarna- son, og kom þeim saman um, að þeir skyldu greiða alla skuldina, sem var mikil fjárupphæð á þess tíma mæli- kvarða. Sýnir þetta höfðingsskap og göfuglyndi þessara ágætu manna. Hitt atriðið var það: að einn embætt- ismaður borgarinnar gaf Sveini Jóns- syni kost á að gerast félagi í meiri hátt- ar félagsskap, sem þótti mikill vegsauki að tilheyra. En við nánari athugun kom í ljós, að áfengir drykkir voru þar all- mikið um hönd hafðir og hafnaði Sveinn því tilboðinu. Það þarf ævinlega á öll- um tímum viljaþrek og manndóm til þess að vera heill og óskiptur bind- indismaður, en ef til vill hefur þó reynt í meira á slíkt stöðuglyndi á þeim tím- um, er Sveinn gerðist templari, en nokkru sinni síðar hér á landi. Skiln- ingsleysið á nauðsyn bindindis var þá almennt og drykkjufaraldur mikill. Árið 1886 kvæntist Sveinn Jónsson i

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.