Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 10

Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 10
10 E 1 N I N G * ii iii bindiiidi§fræð§lii Samkvæmt 23. gr. áfengislaga nr. 33, 9. janúar 1935, er hér með sett eftir- farandi reglugerð: 1. gr. Bindindisfræðsla er hverskonar fræðsla um eðli áfengra drykkja og áhrif þeirra á mannlegan líkama og sálarlíf og fræðileg útskýring þeirra áhrifa, sem áfengisnautn hefur á þjóðfélagið í heild sinni, ennfremur lýsing og skilgreining á þeim leiðum, sem reyndar hafa verið til útrýmingar áfengisnautn, og frásögn um baráttuna gegn áfengi utanlands og innan. 2. gr. Bindindisfræðsla (sbr. 1. gr.) skal fara fram í öllum skólum ríkisins og öðrum skólum, er styrks njóta úr ríkis- sjóði. 3. gi'. Tilgangur bindindisfræðslunnar er: a) að fræða nemendurna um eðli á- fengra drykkja, áhrif þeirra á ein- staklingana og þjóðlífið í heild sinni, b) að draga svo sem verða má úr þeirri hættu, sem áfengisnautninni er samfara, c) að benda á leiðir til þess að firra • þjóðfélagið því böli, er leiðir af á- fengisnautn, og skýra frá starfsemi í því skyni fyrr og nú. 4. gr. Bindindisfræðslan skal vera hlutlæg (objektiv), fara fram eftir áreiðanleg- um heimildum og vera hlutlaus um stjórnmál. Áherzlu ber að leggja á mikilvægi bindindisstarfsemi um áfengi. Kennslunni skal haga eftir þroska nemendanna. í lægri skólum ber að leggja sérstaka áherzlu á áhrif áfeng- isnautnar á einstaklingana og heimilin, en í æðri skólum skal einkum stefnt að því, að gera nemendunum skiljanlegt hið margháttaða þjóðfélagsböl, er leiðir af áfengisnautn. 5. gr. Kennsla um áfengi skal fara fram í sambandi við þessar námsgreinar: heilsufræði, líffræði, líffærafræði, í- þróttir, félagsfræði, náttúrufræði, sið- fræði, t. d. í sambandi við kristin fræði, efnafræði, átthagafræði og sagnfræði. I Kennaraskólanum skal sérstaklega lesa með kennaraefnum handbók kenn- ara í áfengisfræði, til þess að búa þá sem bezt undir fræðslustarfsemi á þessu sviði. Kennslumálaráðuneytið annast um, að út verði gefin sem fyrst handbók kenn- ara í áfengisfræði og að á boðstólum verði önnur kennslutæki og gögn, sem áfengisráðunautur telur nauðsynleg, til þess að bindindisfræðslan komi að sem beztum notum, svo sem línurit eftir hagskýrslum, myndir af líffærum of- drykkjumanna og af heilbrigðum líf- færum o. s. frv. Kennslumálaráðherra löggildir hér eftir þær einar kennslubækur í þeim námsgreinum, sem taldar eru í 5. gr., er á viðeigandi hátt fullnægja þeim kröfum um bindindisfræðslu, sem gerðai' eru í reglugerð þessari, og getur hann leitað álits áfengismálaráðunauts um þetta atriði. 6. gr. Kennarar ríkisskóla og annarra skóla, sem styrks njóta úr ríkissjóði, skulu gefa nemendum sínum gott eftirdæmi um bindindi um áfengi. Skólastjórar og skólanefndir skulu ganga ríkt eftir því, að kennai’ar ríkis- skóla og annarra skóla, sem styrks njóta úr ríkissjóði, hneyksli hvorki nemendur sína né aðra með drykkjuskap. 7. gr. Fræðslumálastjóri skal hafa nákvæmt eftirlit með því, að bindindisfræðsla fari fram í skólunum, svo sem lög mæla fyr- ir, og að þau rit og kennsluáhöld séu til í hverjum skóla, sem áfengismála- ráðunautur álítur nauðsynleg, til þess að kennslan komi að sem beztum notum. Áfengisvarnarnefndir Skulu vera hér til aðstoðar fræðslumálastjóra. Áfengis- málaráðunaut ber að vekja athygli kenn- aranna á öllum nýjungum í vísindalegri áfengisfræði og kennslutilhögun í henni. Tóbaksþrælar fremja morð Drengur nokkur í Berlín, sem orð- inn var þræll sígarettunnar, þótt ekki væri nema 14 ára, drap aldraða konu til þess að komast yfir peninga til síga- rettukaupa. Fyrir rétti játaði drengur- inn sína óstjórnlegu tóbakslöngun. Hann drap konuna með eldhúshníf og gúmmíkylfu. Þá drap Pedersen nokkur í Danmörku mann að nafni Jensen einn- ig vegna þess, að Jensen vildi ekki láta hann fá tóbak. Þeim lenti saman með þeim afleiðingum, að Jensen beið bana. Allir, sem telja sig vini menningar og velferðai' manna, ættu að forða ungl- ingum af fremsta megni frá þessum við- bjóðslega harðstjóra — sígarettunni, sem bæði þrælkar menn og spillir þeim- I sambandi við bindindisfræðslu þessa, skal kennt um eðli og áhrif tóbaks og kaffi. 8. gr. • Fræðslumálastjóri skal senda reglu- gerð þessa öllum skólanefndum, fræðslu- nefndum og skólaráðum í landinu, enn- fremur öllum skólastjórum, til útbýt- ingar meðal icennara í landinu. 9. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í * stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. I kennslumálaráðuneytinu, 13. jan. 1936. Haraldur Guðmundsson. Ragnar Bjarkan. -------- i Barnaheimili Tempiara Einingu hefur borizt skýrsla stjórn- arformanns Barnaheimilis tenvplara. Sem stendur hefur bæjarstjórn Reykja- víkur Kumbaravog á leigu og starfrækir heimilið. Hafa verið þar um 20 börn, * en álitið er að húsakynni nægi fyrir 30 börn. Dr. Matthías Jónasson uppeldis- fræðingur hefuf skoðað barnaheimilið og lokið á það lofsorði, en telur að húsa- kynni þyrftu að vera meiri. Samt eigi ekki að vera fleiri en 40—50 börn á hverju slíku heimili. Á liðnu ári fékk heimilið kr. 15920,00 af happdrættisfé Stórstúku íslands, en ‘ auk þess hefur verið haldið svo á fjár- málum heimilisins, að það er nú skuld- laust. Kumbaravogur er nú algerlega skuldlaus eign Barnaheimilis templara, sem á kr. 6908,19 umfram sjálfa eign- ina. 1 ráði er að auka við húsakynni sem allra fyrst. Formaður stjórnar heimilisins, Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúi, lýk- ur skýrslu sinni með þessum orðum: „Það er sannfæring mín, að Góðtempl- arareglan vinni aó nauðsynlegu mann- úðarmáli með stofnun barnaheimilisins, og að verið hafi tímabært og viðeig- andi, er Umdæmisstúkan nr. 1 hóf það miskunnarverk. Það mætti vera einlæg ósk okkar templara og von, að við verð- um viðbúnir sjálfir að starfrækja heirn- ilið, þegar leigutími Reykjavíkurbæjar rennur út, og að það verði síðan ávallt starfrækt með þeim hætti og í þeim anda, sem er samboðið fögrum kenn- ingum umdæmisstúkustigsins“. Öhætt mun að geta þess hér um leið, að það er Jóni Gunnlaugssyni að þakka fyrst og fremst að þetta Barnaheimili templara er orðið til. Hann hafði for- göngu um kaupin á Kumbaravogi og ’ hefur frá fyrstu tíð látið sér annt um framgang þessa máls. Hann hefur í raun og veru verið bj argvættur þess, en senni- lega hefur gleymzt að mestu leyti að þakka honum vel unnið starf. I

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.