Eining - 01.08.1947, Blaðsíða 9
* E I N I N G
9
■ — ■ ■ ■■ , , , — - ■ ■
Sex hluti liatar drottin og sjö eru sálu hans andstyggð: drembileg augu, lygin tunga og hendur, sem úthella saklausu blóði, lijarta, sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur,- sem fráir eru til illverka, Ijúgvottur, sem lygar mælir, og sá, er kveikir illdeilur meðal bræðra. Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar. Fest þau á hjarta þitt stöðuglega, bind þau um háls þinn. Þegar þú ert á gangi. þá leiði hún (spekin) þig, þegar þú hvílist, vaki hún yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði hún við þig. Því að boðorðið er lampi og viðvörun ljós og agandi áminning leið til lífsins. Orfískv. 6, 16—23.
— ' - =
Djarflega tekið iiS
máls
Enska kirkjublaðið, The Christian
4 World, tók fyrir skömmu upp þá ný-
breytni að bjóða hinum yngri mönnum
að rita nokkrar forustugreinar í blaðið.
Þeir skyldu fá að segja allan hug sinn
afdráttarlaust, án þess að ritstjórn
blaðsins legði þar á nokkrar hömlur.
Einn þeirra, sem tekið hefur þessu
tilboði, heitir Robert Taylor. Hann er
kirkjunnar maður, en þó ekki prestur.
Hann skrifar grein sem heitir: ,,Neyð-
' arástandið er okkur að kenna“.
Hann segir, að neyðarástandið í Eng-
landi sé þar öllurn mönnum ljóst, en
rætur þess liggi þó dýpra en margur
ætli. ,,Kol og kornvara", segir hann. „er
notað í stórum stíl til þess að framleiða
áfengi, sem er bæði ónauðsynlegt og
skaðlegt. Svarti markaðurinn hefur ó-
heillavænleg áhrif á verðlag og viðskipti
alþýðunnar. Heiðarleik i viðskiptum
hefur hrakað. Verkföll og vinnusvik
valda tjóni í iðnaði og framleiðslu.
Menn vilja fá sem hæst kaup fyrir sem
minnsta vinnu. Neyðarástandið er ekki
fólgið fyrst og fremst í gjaldeyris- og
kolaskorti, heldur hnignun þess siðgæð-
isþroska, sem er grundvöllur alls þjóð-
lífsins.
* Með haft sjálfselskunnar og alls kon-
ar afbrota stórra og smárra um fætur
sér, verður þjóðin nú að berjast við
erfiðleikana. Og slíkir fjötrar kreppa
fastar að með hverjum deginum. Við
eyðum nú næstum 700 milljónum sterl-
ingspunda á ári fyrir áfenga drykki og
svipaðri upphæð í alls konar fjárhættu-
spil (gamling). Milljónir af dýrmætum
Ameríku dollurum, sem við þörfnumst
til vélakaupa, gufa upp í tóbaksreyk.
„Þetta er brjálaður heimur, herrar
mínir“.
Heiðinn æskulýður.
ískyggilegasti þátturinn í þessu öllu
er þó ef til vill vaxandi afbrot og glæpir
meðal yngri kynslóðarinnar. Eftir all-
ítarlega rannsókn hafa þeir, sem kunn-
astir eru lífi unglinga og barna, komizt
að raun um, að meira en helmingur
unglinga og barna innan 14 ára aldurs
hefur komizt í kynni við áfenga drykki.
Staðreyndirnar stara í andlit hverjum
manni, sem hefur augun opin . . . Smá-
þjófnaður er metinn sem fremd eða
dugnaður, ljótt orðbragð sem sjálfsögð
málvenja. Hvernig verður næsta kyn-
slóð“.
Síðar í grein þessa unga vandlætara
er komizt svo að orði:
„Við erum að stíga inn í skuggaöld
efnishyggju og vantrúar. Stjórnin
stendur magnþrota gagnvart vandamáli
þjóðarinnar. Eina bjargráðið, sem dug-
ar, er endurvakning trúarlífsins meðal
fólksins. En hvaða ríkisstjórn hefur
reynt að fara þá leið? Það er ekki vert
fyrir okkur að eyða of miklum tíma í að
setja út á gerðir stjórnmálamannanna.
Kirkjan er líka sek.
Síðastliðið ár gengu nokkrir kirkj-
unnar menn á fund dr. Edith Summers-
kill (hún er ein af ráðherrum Eng-
lands) og ásökuðu stjórn hennar fyrir
sóun matvæla til áfengisbruggunar.
Hún sneri vopninu samstundis gegn
þeim sjálfum og spurði þá, hversu marg-
ar bindindisræður prestarnir hefðu flutt
í seinni tíð og hve margar greinar hefðu
komið í kirkjublöðunum um nauðsyn
algers bindindis. Hún vildi benda á, að
það væri sök kirkjunnar manna, meðal
annars; að almenningsálitið væri ekki
kröfuharðara en nú er í þessum efn-
um“.
Þá bendir þessi ungi rithöfundur á,
að ef til vill, meðal annars, þurfi kirkjan
nú að heyja baráttu inn á við fyrir
tilverurétti sínum, sökum þess, að hún
hafi látið málin fyrir utan of lítið til
sín taka. Bezta ráðið til að bjarga sjálf-
um sér, er að bjarga öðrum.
Til fróðleiks þeim, sem ekki vita, skal
það upplýst hér um leið, að þrátt fyrir
mjög frjálsa áfengisverzlun í Englandi,
margþætt bindindis- og menningarstarf,
eyðir nú þjóðin um 200 milljónum
sterlingspunda meira fyrir áfengi á ári
en árið 1914, og 450 milljónum sterl-
ingspunda meira en árið 1918. Þá var
drykkjureikningur þessarar þjóðar
lægstur, og var það að þakka hinni
ströngu löggjöf í stjórnartíð D. Lloyd
Georges.
Og svo eru menn hér stöðugt að reyna
að sannfæra sig og aðra um það, að
bezta ráðið við áfengisbölinu sé frjáls-
ari áfengissala og áfengisveitingar. Hví-
lík óheilindi og blindni.
Til farsældar hverju þjóðfélagi þarf
að fara saman viturleg löggjöf og lög-
hlýðni, en löghlýðnin er ávöxtur sið-
gæðisþroska, en siðgæðisþroskinn er á-
vöxtur trúarlífs og hins göfuga hugar-
fars.
Pétur Sigurðsson.
Sveinn Jónsson
Framh. af bls. 6
Síðustu árin naut Sveinn Jónsson
umhyggju sinnar ágætu konu, Guðlaug-
ar Teitsdóttur hjúkrunarkonu. Átti
hann þá að stríða við langvarandi heilsu-
bilun.
Sveinn var um langt skeið athafna-
samur félagi í Iðnaðarmannafélaginu
og var í þeirri nefnd félagsins, sem sá
um að Ingólfi Arnarsyni var reist minn-
ismerki. Hann fór og til Noregs að
kynna sér heimahagi Ingólfs þar og
safna um ævi hans ýmsum gögnum.
Hann vildi gagn og sóma lands síns í
hvívetna, unni athafnasömu og heil-
brigðu lífi og þess vegna tók hann hina
réttu afstöðu í velferðamálinu mikla —
bindindisstarfinu.
Blessuð veri minning hans.
Þ. J. S.
Móðiirráð
Vertu fremur köld en heit. Vertu ilm-
ur vínsins fremur en mettandi sætleiki
hunangsins, þá mun þrá hans aldrei
slokkna.
Pearl Buck. — Austan vindar og vestan.
I